Algjör samstaða meðal liða í Pepsi Max karla í knattspyrnu að taka upp úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 14:40 Valsmenn eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu en deildin í fyrra kláraðist þó án þess að allar 22 umferðirnar voru spilaðar. Vísir/Bára Félögin í efstu deild karla hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um framtíðarfyrirkomulag á Pepsi Max deildinni. Tillaga um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla var felld á síðasta ársþingi KSÍ, hvorki var samþykkt að fjölga liðum í fjórtán úr tólf eða að taka upp tillögu stjórnar KSÍ um að vera með úrslitakeppni í efri og neðri hluta deildarinnar. Félögin í efstu deild hafa nú fundað um málið og sendu í dag frá sér yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þar kemur fram að niðurstaðan úr viðræðunum er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika að minnsta kosti tímabundið. Félögin vilja taka upp breytingatillögu frá stjórn KSÍ um að taka upp fimm leikja úrslitakeppni eftir að 22 umferðum er lokið í deildinni. Þar fara sex lið í efri hluta og sex lið í neðri hluta. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri: Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efri hluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst. Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi. Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Tillaga um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla var felld á síðasta ársþingi KSÍ, hvorki var samþykkt að fjölga liðum í fjórtán úr tólf eða að taka upp tillögu stjórnar KSÍ um að vera með úrslitakeppni í efri og neðri hluta deildarinnar. Félögin í efstu deild hafa nú fundað um málið og sendu í dag frá sér yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þar kemur fram að niðurstaðan úr viðræðunum er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika að minnsta kosti tímabundið. Félögin vilja taka upp breytingatillögu frá stjórn KSÍ um að taka upp fimm leikja úrslitakeppni eftir að 22 umferðum er lokið í deildinni. Þar fara sex lið í efri hluta og sex lið í neðri hluta. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri: Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efri hluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst. Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi. Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár.
Yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri: Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efri hluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst. Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi. Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira