Vissum fyrir mót að þetta gæti gerst Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 16:30 Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leiknum á EM þar sem íslenska liðið mátti þola skell gegn Rússum, 4-1. EPA-EFE/Tamas Vasvari Kolbeinn Þórðarson segir að strákarnir í U21-landsliðsinu ætli ekki að láta það á sig fá að hafa misst fjóra lykilleikmenn út fyrir leikinn við Frakkland á miðvikudaginn. Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
„Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01
Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50