„Megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 09:44 Davíð Snorri Jónasson hefur trú á íslenska liðinu gegn því franska á morgun. getty/Peter Zador Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að ekki megi gleyma því að Ísland eigi enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins. Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira