Ísland leggur fram mannúðaraðstoð vegna Sýrlands Heimsljós 30. mars 2021 15:44 Tæplega 700 milljónir króna verða lagðar fram til aðstoðar Sýrlandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. „Hrikaleg átök hafa nú geisað í Sýrlandi í heilan áratug og er stuðningur alþjóðasamfélagsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni á ráðstefnunni. „Við megum ekki líta undan.“ Í máli ráðherra kom einnig fram að virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum væri ekki valkvæð. Þeim bæri að fylgja undantekningarlaust. Þá yrðu rétt skilyrði að vera fyrir hendi til að sýrlenskir borgarar gætu snúið til heimalands síns á valfrjálsan, öruggan og mannsæmandi hátt. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Hundruð þúsunda hafa látið lífið og yfir helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft á tíðum heimaland sitt. Mannúðarástandið fer versnandi og fleiri þurfa á aðstoð að halda í ár en nokkru sinni fyrr síðan að stríðið hófst. Má þetta meðal annars rekja til langvarandi neyðarástands, mikilla efnahagsþrenginga og heimsfaraldurs. Talið er að 13,4 milljónir einstaklinga í Sýrlandi þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár auk þess sem að Sameinuðu þjóðirnar vonast til að geta aðstoðað 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna í nærliggjandi ríkjum. Ísland er meðal þeirra sem hefur lagt sitt að mörkum við að lina þjáningar óbreyttra borgara með fyrirsjáanlegum fjárstuðningi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. „Hrikaleg átök hafa nú geisað í Sýrlandi í heilan áratug og er stuðningur alþjóðasamfélagsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni á ráðstefnunni. „Við megum ekki líta undan.“ Í máli ráðherra kom einnig fram að virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum væri ekki valkvæð. Þeim bæri að fylgja undantekningarlaust. Þá yrðu rétt skilyrði að vera fyrir hendi til að sýrlenskir borgarar gætu snúið til heimalands síns á valfrjálsan, öruggan og mannsæmandi hátt. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Hundruð þúsunda hafa látið lífið og yfir helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft á tíðum heimaland sitt. Mannúðarástandið fer versnandi og fleiri þurfa á aðstoð að halda í ár en nokkru sinni fyrr síðan að stríðið hófst. Má þetta meðal annars rekja til langvarandi neyðarástands, mikilla efnahagsþrenginga og heimsfaraldurs. Talið er að 13,4 milljónir einstaklinga í Sýrlandi þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár auk þess sem að Sameinuðu þjóðirnar vonast til að geta aðstoðað 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna í nærliggjandi ríkjum. Ísland er meðal þeirra sem hefur lagt sitt að mörkum við að lina þjáningar óbreyttra borgara með fyrirsjáanlegum fjárstuðningi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent