Enski boltinn

Mikil­vægur sigur Daníels: Allt það helsta frá Eng­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel Leó í leik með Blackpool á leiktíðinni en þeir eru í harði baráttu um að komast upp um deild.
Daníel Leó í leik með Blackpool á leiktíðinni en þeir eru í harði baráttu um að komast upp um deild. Dave Howarth/Getty

Daníel Leó Grétarsson og félagar í Blackpool unnu góðan sigur á Swindon Town í ensku C-deildinni. Blackpool er í harðri baráttu um sæti í umspilinu sem gefur sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

Eftir sigur dagsins eru þeir í sjötta sætinu með 60 stig. Ellis Simms, lánsmaður frá Everton, kom Blackpool yfir fyrr leikhlé og Jerry Yates tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik en Daníel Leó spilaði í 77 mínútur fyrir Blackpool.

Watford heldur áfram á sigurbraut í ensku B-deildinni. Watford vann 1-0 sigur á stjóralausum Sheffield Wednesday á heimavelli en stjóri Wednesday, Darren Moore, er með kórónuveiruna. Á sama tíma missteig toppliðið sig er Norwich gerði 1-1 jafntefli við Preston.

Norwich er á toppi deildarinnar með 84 stig og Watford er í öðru sætinu með 78 stig. Bæði lið hafa leikið 39 leiki en í þriðja sætinu er Swansea með 69 stig eftir 37 leiki. Swansea spilar við Birmingham síðar í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson spilaði í stundarfjórðung er Millwall vann 1-0 sigur á Rotherham. Millwall er í tíunda sætinu með 55 stig. Wayne Rooney og lærisveinar unnu 2-0 sigur á Luton og eru þar af leiðandi komnir átta stigum frá fallsæti. Þeir eru í átjánda sætinu með 43 stig.

Jökull Andrésson stóð í marki Exeter sem tapaði 1-0 fyrir Port Vale í ensku D-deildinni. Exeter er í áttunda sætinu og missti af þremur mikilvægum stigum í kvöld í baráttunni um umspilssæti.

Úrslit dagsins í ensku B-deildinni:

Bournemouth - Middlesbrough 3-1

Bristol - Stoke 0-2

Cardiff - Nottingham Forest 0-1

Derby - Luton 2-0

Millwall - Rotherham 1-0

Preston North End - Norwich 1-1

QPR - Coventry 3-0

Watford - Sheffield Wed. 1-0

Wycombe - Blackburn 1-0


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×