Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2021 23:14 Hugi Árbjörnsson, netagerðarmeistari hjá Hampiðjunni í Neskaupstað, dregur inn loðnunót Beitis. Einar Árnason Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. Síðasta verkefni skipverjanna á Beiti á loðnuvertíðinni var að skola úr nótinni í Norðfjarðarflóa áður en þeir sigldu að sérstakri bryggju Hampiðjunnar þar sem nótin var tekin til geymslu, en þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað.Einar Árnason „Þetta er nýja netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað,“ segir Hugi Árbjörnsson netagerðarmeistari og staðhæfir að það sé það langflottasta. Hér vinna sjö til níu starfsmenn, einkum að viðgerðum á veiðarfærum. Þegar við sjáum risastóra loðnunót Beitis dregna inn í húsið spyrjum við hvað svona nót kostar. „80 til 100 milljónir,“ svarar Hugi. Skipið leggst beint upp að húsi Hampiðjunnar og því handhægt að koma nótinni úr skipinu og inn í netaverkstæðið.Einar Árnason -Þið eruð náttúrlega mikilvægustu menn bransans? „Jú, jú.“ -Það væri engin loðna veidd án ykkar? „Það myndi enginn veiða neitt ef við gerðum ekki fyrir þá veiðarfærin,“ segir netagerðarmeistarinn. Stóran sal þarf til að gera við loðnunót skips eins og Beitis enda er nótin nærri 500 metra löng og 115 metra djúp.Einar Árnason En hvað liggja mikil verðmæti í veiðarfærum eins skips eins og Beitis? „Þeir eru með þrjár nætur, þrjú troll, einhverja tíu poka. Þetta eru einhverjar 400-500 milljónir.“ -Bara í veiðarfærum fyrir eitt skip? „Eitthvað svoleiðis,“ svarar Hugi. Netaverkstæðin í Fjarðabyggð fundu sannarlega fyrir loðnubresti. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við auðvitað sjáum hér, bæði á Norðfirði og Eskifirði, stórar og miklar netagerðir, eða veiðarfæragerðir, þar sem er mikil þjónusta við flotann. Þetta hafði mikil áhrif fyrir þá í fyrra þegar loðnan er ekki og loðnunæturnar ekki teknar,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Netagerðarmeistarar fagna því loðnu. „Hún gerir það að verkum að ég hef verkefni allt sumarið, allt árið, í loðnunótum, sem er rosalega gott,“ segir Hugi Árbjörnsson. Einnig er fjallað um netaverkstæðið í þættinum Um land allt, um loðnuvertíðina, sem er endursýndur á Stöð 2 í dag, Páskadag, klukkan 13.50. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hampiðjan Tengdar fréttir Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Síðasta verkefni skipverjanna á Beiti á loðnuvertíðinni var að skola úr nótinni í Norðfjarðarflóa áður en þeir sigldu að sérstakri bryggju Hampiðjunnar þar sem nótin var tekin til geymslu, en þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað.Einar Árnason „Þetta er nýja netaverkstæði Hampiðjunnar í Neskaupstað,“ segir Hugi Árbjörnsson netagerðarmeistari og staðhæfir að það sé það langflottasta. Hér vinna sjö til níu starfsmenn, einkum að viðgerðum á veiðarfærum. Þegar við sjáum risastóra loðnunót Beitis dregna inn í húsið spyrjum við hvað svona nót kostar. „80 til 100 milljónir,“ svarar Hugi. Skipið leggst beint upp að húsi Hampiðjunnar og því handhægt að koma nótinni úr skipinu og inn í netaverkstæðið.Einar Árnason -Þið eruð náttúrlega mikilvægustu menn bransans? „Jú, jú.“ -Það væri engin loðna veidd án ykkar? „Það myndi enginn veiða neitt ef við gerðum ekki fyrir þá veiðarfærin,“ segir netagerðarmeistarinn. Stóran sal þarf til að gera við loðnunót skips eins og Beitis enda er nótin nærri 500 metra löng og 115 metra djúp.Einar Árnason En hvað liggja mikil verðmæti í veiðarfærum eins skips eins og Beitis? „Þeir eru með þrjár nætur, þrjú troll, einhverja tíu poka. Þetta eru einhverjar 400-500 milljónir.“ -Bara í veiðarfærum fyrir eitt skip? „Eitthvað svoleiðis,“ svarar Hugi. Netaverkstæðin í Fjarðabyggð fundu sannarlega fyrir loðnubresti. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við auðvitað sjáum hér, bæði á Norðfirði og Eskifirði, stórar og miklar netagerðir, eða veiðarfæragerðir, þar sem er mikil þjónusta við flotann. Þetta hafði mikil áhrif fyrir þá í fyrra þegar loðnan er ekki og loðnunæturnar ekki teknar,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Netagerðarmeistarar fagna því loðnu. „Hún gerir það að verkum að ég hef verkefni allt sumarið, allt árið, í loðnunótum, sem er rosalega gott,“ segir Hugi Árbjörnsson. Einnig er fjallað um netaverkstæðið í þættinum Um land allt, um loðnuvertíðina, sem er endursýndur á Stöð 2 í dag, Páskadag, klukkan 13.50. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hampiðjan Tengdar fréttir Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29