United mætir Granada annað kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Spáni.
Þar getur hinn átján ára Svíi leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann er í leikmannahópi liðsins.
„Ég treysti ungu strákunum og í Anthony höfum við leikmann sem er með mikil gæði og frábært hugarfar. Hann skorar bæði með hægri og vinstri og hann er hraður,“ sagði Ole.
„Hann er ekki bara með til að fá reynslu því hann gæti spilað eitthvað hlutverk. Hver veit? Hann hefur x-faktor og ég kann að meta leikmenn með hraða og hraðabreytingar sem hann er klárlega með.“
Anthony hefur spilað með U23 liði félagsins á leiktíðinni þar sem hann hefur skorað átta mörk í 25 leikjum.
Leikur Granada og Man. United hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
🛫 Wheels up with @Aeroflot_World!
— Manchester United (@ManUtd) April 7, 2021
Next stop: Granada 📍#MUFC #UEL pic.twitter.com/QJI1uROOI7

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.