„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 14:01 Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu í lok janúar á þessu ári. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. „Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00