Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Erla Sylvía hafi starfað hjá Valitor frá árinu 2018 sem sérfræðingur á mannauðssviði Valitor.
„Frá 2014-2018 starfaði hún sem gæða- og mannauðsstjóri hjá Bílaumboðinu Öskju og frá 2009-2014 sem fjármálaráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara. Erla Sylvía er með M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, B.S. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla og á einnig að baki nám í mannauðsstjórnun við CBS í Kaupmannahöfn.
Þá hefur Erla Sylvía lokið stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Háskólanum í Reykjavík sem og jógakennaranámi.
Valitor er greiðslulausnafyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á sviði færsluhirðingar, greiðslugátta og kortaútgáfu. Starfsmenn eru í dag rúmlega 200. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi með starfsstöð í Bretlandi og nær núverandi starfsemi til 28 landa,“ segir í tilkynningunni.