Liverpool reynir aftur við ókleifan spænskan hamar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Mohamed Salah skoraði í fyrri leiknum gegn Real Madrid og það mark gaf Liverpool von fyrir seinni leikinn. epa/Juanjo Martin Í annað sinn á þremur árum þarf Liverpool að vinna upp forskot spænsks stórliðs til að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira