„Dauðadómur“ fyrir Liverpool að fá á sig mark í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 10:00 Vinicius Junior fagnar marki gegn Liverpool í 3-1 sigri Real Madrid í fyrri leiknum. EPA/Kiko Huesca „Það er nánast dauðadómur fyrir Liverpool að fá á sig mark í þessum leik,“ segir Jón Þór Hauksson um stórleik Liverpool og Real Madrid í kvöld, í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira