Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 12:04 Seðlabankastjóri væntir þess að vöruverð fari að lækka vegna styrkingar krónunnar að undanförnu. Ef ekki fari að draga úr verðbólgu verði vextir hækkaðir. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent