Tímabilið undir hjá Skyttunum í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Nicolas Pépé (til hægri) skoraði mark Arsenal í fyrri leiknum gegn Slavia Prag. epa/NEIL HALL Staða ensku liðanna fyrir seinni leikina í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar er ansi ólík. Manchester United er komið með annan fótinn í undanúrslitin á meðan Arsenal þarf að taka á honum stóra sínum til að komast þangað. United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira