Ekkert sem bannar fyrirtækjum að taka ekki við reiðufé Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2021 18:00 Einhverjir hafa átt erfiðara með að nýta peningana sína eftir að faraldurinn skall á. Getty Ekkert bannar seljanda vöru og þjónustu að neita því að taka við reiðufé og krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með rafrænum hætti að sögn Seðlabanka Íslands. Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að hætta tímabundið að taka við reiðufé af sóttvarnaástæðum frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Sitt sýnist hverjum um framtakið og hafa sumir álitið að slík aðgerð sé ólögleg. Þar er einkum vísað til laga um gjaldmiðil Íslands sem kveða meðal annars á um að peningaseðlar og mynt sem Seðlabanki Íslands láti gera og gefi út séu lögeyrir í allar greiðslur hér á landi. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis kemur fram að staða gjaldmiðilsins sem lögeyris merki að hann skuli vera endanlegur verðmælir, það er mælikvarði á verð, í viðskiptum aðila. Var þetta ekki síst mikilvægt á árum áður þegar hinir ýmsu gjaldmiðlar voru notaðir hér á landi og jafnvel einstaka bankar gáfu út sína eigin peningaseðla. „Hins vegar er ekkert sem bannar seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort sem sú krafa er að einungis sé greitt með reiðufé eða rafrænum hætti,“ segir í svari bankans. Þó sé það talið sanngjarnt að seljandi upplýsi viðskiptavini um slíkar ráðstafanir með skýrum og augljósum hætti. Það sé til að mynda gert með því að semja um eða gefa út fyrirfram hvaða greiðslufyrirkomulag hann vill viðhafa. Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að hætta tímabundið að taka við reiðufé af sóttvarnaástæðum frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Sitt sýnist hverjum um framtakið og hafa sumir álitið að slík aðgerð sé ólögleg. Þar er einkum vísað til laga um gjaldmiðil Íslands sem kveða meðal annars á um að peningaseðlar og mynt sem Seðlabanki Íslands láti gera og gefi út séu lögeyrir í allar greiðslur hér á landi. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis kemur fram að staða gjaldmiðilsins sem lögeyris merki að hann skuli vera endanlegur verðmælir, það er mælikvarði á verð, í viðskiptum aðila. Var þetta ekki síst mikilvægt á árum áður þegar hinir ýmsu gjaldmiðlar voru notaðir hér á landi og jafnvel einstaka bankar gáfu út sína eigin peningaseðla. „Hins vegar er ekkert sem bannar seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort sem sú krafa er að einungis sé greitt með reiðufé eða rafrænum hætti,“ segir í svari bankans. Þó sé það talið sanngjarnt að seljandi upplýsi viðskiptavini um slíkar ráðstafanir með skýrum og augljósum hætti. Það sé til að mynda gert með því að semja um eða gefa út fyrirfram hvaða greiðslufyrirkomulag hann vill viðhafa.
Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira