Æfur vegna eigin Twitterfærslu Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 10:00 Kyle Walker og Phil Foden fagna eftir að Foden skoraði sigurmarkið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. EPA/FREDERIC SCHEIDEMANN Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans. Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira