Hann tjáir sig um félagaskipti Arons Pálmarsson frá Barcelona til Álaborgar en FH-ingurinn skrifaði undir þriggja ára samning við dönsku meistarana í vikunni.
Aron mun koma frá spænska risanum í sumar en hann er ekki eini leikmaðurinn sem er á leið til félagsins því Mikkel Hansen kemur til félagsins sumarið 2022.
Boysen er hrifinn af félagaskiptum Arons til Álaborgar og kallar hann þau bestu félagaskipti félags í danska handboltanum.
Hann bætir við að Aron sé á góðum aldri en Álaborg ætlar sér að berjast um Meistaradeildartitilinn á næstu árum. Svo mikið er víst.
The best signing from a sporting perspective by a Danish handball club ever.#handball pic.twitter.com/uyYFFGUxM9
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 20, 2021