RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2021 07:00 Sólmyrkvi. RAX „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. Sólmyrkvinn 3. október 1986 var einstakur að því leyti að hann var á mörkum almyrkva og hringmyrkva. „Eini staðurinn til að sjá hann var á milli Íslands og Grænlands.“ Ekki nóg með það, þá þurfti að fljúga flugvél alveg upp í 37 þúsund fet, hærra en þær fljúga venjulega, svo hægt væri að ná mynd af sólmyrkvanum. „Hringmyrkvinn varir í fjórar sekúndur,“ segir ljósmyndarinn um ástæðu þess að hann var á taugum yfir verkefninu. Hann fór í þotuflugi og fylgdi leiðbeiningum frá Þorsteini Guðmundssyni vísindamanni sem hafði gert mikla útreikninga um staðsetningar varðandi þennan sólmyrkva. „Þetta var svo óraunverulegt, að sjá hvernig skugginn byrjar að koma yfir skýin.“ Hann lýsir þessu eins og að vera úti í geimnum. RAX var með linsuvél og sérstakan filter til þess að reyna að festa sólmyrkvann á mynd úr háloftunum. Svo þurfti að passa að vera ekki búinn að klára filmuna þegar augnablikið kæmi. „Það er svo dimmt að ég verð að vera á mjög lágum hraða og á þessum litla hraða á eiginlega ekki að vera hægt annað en að hreyfa myndina. Þannig að ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik - Þegar slökknaði á sólinni Nokkrum dögum eftir þennan merkilega sólmyrkva fór leiðtogafundurinn fram í Höfða. RAX hefur sagt frá þeim viðburði í tveimur þáttum af RAX Augnablik og má sjá þá hér fyrir neðan. Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forseta Bandarikjanna. Ljósmyndarinn var líka á staðnum til þess að ná myndum af því þegar Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hittust. Vel fór á með þeim og náði Ragnar ógleymanlegum myndum. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Geimurinn Ljósmyndun Tengdar fréttir RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ 18. apríl 2021 07:47 RAX Augnablik: „Við verðum að sækja þá strax“ „Þetta er náttúrulega ekki til eftirbreytni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um ljósmyndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. 11. apríl 2021 07:00 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sólmyrkvinn 3. október 1986 var einstakur að því leyti að hann var á mörkum almyrkva og hringmyrkva. „Eini staðurinn til að sjá hann var á milli Íslands og Grænlands.“ Ekki nóg með það, þá þurfti að fljúga flugvél alveg upp í 37 þúsund fet, hærra en þær fljúga venjulega, svo hægt væri að ná mynd af sólmyrkvanum. „Hringmyrkvinn varir í fjórar sekúndur,“ segir ljósmyndarinn um ástæðu þess að hann var á taugum yfir verkefninu. Hann fór í þotuflugi og fylgdi leiðbeiningum frá Þorsteini Guðmundssyni vísindamanni sem hafði gert mikla útreikninga um staðsetningar varðandi þennan sólmyrkva. „Þetta var svo óraunverulegt, að sjá hvernig skugginn byrjar að koma yfir skýin.“ Hann lýsir þessu eins og að vera úti í geimnum. RAX var með linsuvél og sérstakan filter til þess að reyna að festa sólmyrkvann á mynd úr háloftunum. Svo þurfti að passa að vera ekki búinn að klára filmuna þegar augnablikið kæmi. „Það er svo dimmt að ég verð að vera á mjög lágum hraða og á þessum litla hraða á eiginlega ekki að vera hægt annað en að hreyfa myndina. Þannig að ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik - Þegar slökknaði á sólinni Nokkrum dögum eftir þennan merkilega sólmyrkva fór leiðtogafundurinn fram í Höfða. RAX hefur sagt frá þeim viðburði í tveimur þáttum af RAX Augnablik og má sjá þá hér fyrir neðan. Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forseta Bandarikjanna. Ljósmyndarinn var líka á staðnum til þess að ná myndum af því þegar Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hittust. Vel fór á með þeim og náði Ragnar ógleymanlegum myndum. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Geimurinn Ljósmyndun Tengdar fréttir RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ 18. apríl 2021 07:47 RAX Augnablik: „Við verðum að sækja þá strax“ „Þetta er náttúrulega ekki til eftirbreytni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um ljósmyndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. 11. apríl 2021 07:00 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ 18. apríl 2021 07:47
RAX Augnablik: „Við verðum að sækja þá strax“ „Þetta er náttúrulega ekki til eftirbreytni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um ljósmyndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. 11. apríl 2021 07:00
RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01
RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01