Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Titilvörnin var nokkuð endaslepp hjá KR-ingum í fyrra. KR byrjaði reyndar vel en síðan fjaraði undan liðinu. Slæmur árangur á heimavelli, sérstaklega gegn lakari liðum deildarinnar, kom í veg fyrir að KR-ingar blönduðu sér í toppbaráttuna. Þeir enduðu að lokum í 5. sæti og misstu af Evrópusæti. Rúnar Kristinsson er að hefja sitt fjórða tímabil með KR eftir að hann sneri aftur heim eftir dvöl í Noregi og Belgíu. Hefur þrisvar sinnum gert KR að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum. Er einn af bestu sonum KR og tilbeðinn í Vesturbænum. Nokkuð hefur kvarnast úr leikmannahópi KR í vetur, fáir komið og breiddin er ekki jafn mikil og oft áður. Byrjunarliðið er samt sterkt og óhemju reynt. KR-ingar vonast svo til að yngri leikmenn á borð við Stefán Árna Geirsson og Ægi Jarl Jónasson geri sig enn meira gildandi og stimpli sig inn með lykilmenn. Síðasta tímabil hjá KR Sæti: 5 Stig: 28 Vænt stig (xP): 30,6 Mörk: 30 Mörk á sig: 21 Vænt mörk (xG): 34 Vænt mörk á sig: 21,3 Með boltann: 51,5% Heppnaðar sendingar: 76,5% Skot: 15,5 Aðalleikaðferð: 4-1-4-1 (38%) Meðalaldur: 29,9 Markahæstur: Pablo Punyed (7) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið KR.vísir/toggi Kristinn Jónsson (f. 1990): Að öllum líkindum besti vinstri bakvörður deildarinnar og án alls efa einn besti leikmaður deildarinnar sömuleiðis. Hefur myndað ógnarsterkan vinstri væng KR-liðsins ásamt Óskari Erni undanfarin ár og mun gera áfram en Kristinn skrifaði nýverið undir nýjan samning sem gildir til 2023. Lagði upp fjögur mörk á síðustu leiktíð, þar af þrjú gegn ÍA. Ætlar sér eflaust að hrella fleiri lið en Skagamenn í sumar. Pálmi Rafn Pálmason (f. 1984): Magnaður miðjumaður sem hefur verið hjá KR síðan 2015. Svo góður hefur hann verið í svörtu og hvítu að Vesturbæingar hafa fyrirgefið honum fyrir að spila með Val á sínum tíma. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum bæði 2018 og 2019 hefur Pálmi færst aftar á völlinn og verður titlaður sem djúpur miðjumaður í sumar. Þar mun hann sjá um að stýra spilinu sem og leikmönnunum fyrir framan sig á meðan yngri leikmenn þurfa að axla ábyrgð í markaskorun. Óskar Örn Hauksson (f. 1984): Leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Er að nálgast fertugt og þó hraðinn sé örlítið minni en áður eru snerpan og skilningarvitin enn upp á tíu. Óskar Örn er eflaust sá leikmaður sem hugsar hvað best um sig enda missir hann varla úr leik vegna meiðsla. Þrátt fyrir að koma með beinum hætti að tíu mörkum (sex mörk, fjórar stoðsendingar) í tuttugu leikjum var hann ekki talinn eiga sérstakt tímabil fyrir ári. Það læðist að manni sú tilfinning að Óskar Örn ætli sér enn og aftur að sýna hvers hann er megnugur í sumar. Kristinn Jónsson, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson.vísir/bára Leikstíllinn Í þremur orðum: Skipulagður, hraður og sókndjarfur. Segja má að leikstíll KR sé nokkuð fastmótaður og verið það síðan Rúnar tók við liðinu. Í grunninn er um að ræða 4-2-3-1 leikkerfi með sókndjarfa bakverði, þétta miðju og framliggjandi miðjumann sem skorar töluvert. Mögulega gæti orðið breyting á í sumar ef Pálmi Rafn verður einn djúpur fyrir framan vörn liðsins. Það verður að koma í ljós. Í markinu er Beitir lítið að flækja hlutina þegar kemur að uppspili. Ef það er mögulegt að gefa á miðvörð eða bakvörð þá fer boltinn þangað annars fer tuðran upp völlinn. Litlar áhættur eru teknar í uppspili fyrir framan markið. Rúnar vill að lið sitt pressi ofarlega á vellinum og ætli mótherji þeirra sér að spila út frá marki má búast við svart hvítum treyjum allt í kringum vítateiginn. Á meðan orka leyfir er því pressað ofarlega á vellinum en ef liðið þarf að setjast aðeins aftar til að verja fenginn hlut þá er það ekki mikið vandamál. Sóknarleikur KR-inga er fjölbreytilegur svo vægt sé til orða tekið. Liðið er skipulagt þegar kemur að skyndisóknum og getur breytt vörn í sókn á augabragði. Að sama skapi getur liðið einnig haldið boltanum, spilað kantanna á milli og fundið þannig glufur í vörn andstæðinga sinna. Oftar nær er það plássið milli bakvarðar og miðvarðar sem er nýtt til að skapa marktækifæri. Að lokum eru föst leikatriði einnig nýtt og vel æfð. Þá er athyglisvert hversu oft KR býr til góð marktækifæri eftir innköst ofarlega á vellinum. Markaðurinn vísir/toggi KR-ingar hafa misst meira en þeir hafa fengið. Finnur Tómas verðskuldaði að komast í atvinnumennsku en það er einnig mikill missir af hinum fjölhæfa Pablo Punyed. Hlutverk Finns Orra var misstórt en hann var samt mikilvægur hlekkur í KR-liðinu. Guðjón Baldvinsson er ekki að fara að skora eins mikið og þegar hann lék síðast með KR, fyrir áratug síðan, en þessi 35 ára orkubolti stækkar vopnabúrið í fremstu víglínu. Grétar Snær Gunnarsson var svo mjög ljós punktur á slöku tímabili Fjölnis í fyrra. Þessi uppaldi Hafnfirðingur, sem varð Færeyjameistari undir stjórn Heimis Guðjónssonar árið 2018, byrjar tímabilið væntanlega í miðri vörn KR. Hvað vantar? Kannski reynist Grétar hárrétta svarið en KR virðist helst geta grætt á að fá til sín hávaxinn úrvalsmiðvörð. Að lokum Atli Sigurjónsson var besti leikmaður KR á síðasta tímabili.vísir/bára Markmiðið hjá KR er alltaf það sama, að berjast um þá titla sem í boði eru. Minnimáttarkennd er ekki til á þeim bænum. Eins og staðan er núna virðast KR-ingar þó standa bestu liðum deildarinnar aðeins að baki. Það skyldi þó enginn vanmeta reynsluna og hæfileikana í KR. Liðið er mjög gamalt en líka mjög gott. Það er spurning hvort ein atlaga í viðbót að Íslandsmeistaratitlinum sé til staðar í leikmannahópnum. Ef Kjartan Henry Finnbogason bætist við hann gæti hann líka breytt miklu. Rúnar Kristinsson er svo auðvitað frábær þjálfari og einn sá besti í sögu efstu deildar. Ef KR ætlar að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn verður liðið að gera betur á Meistaravöllum en í fyrra. KR-ingar voru þriðja versta heimavallarárangurinn í Pepsi Max-deildinni og það er ekki í boði fyrir lið sem vill vera á toppnum. KR var þó mjög öflugt á útivelli, tapaði ekki leik þar og fékk aðeins á sig tvö mörk. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Belgísk áhrif á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 26. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Titilvörnin var nokkuð endaslepp hjá KR-ingum í fyrra. KR byrjaði reyndar vel en síðan fjaraði undan liðinu. Slæmur árangur á heimavelli, sérstaklega gegn lakari liðum deildarinnar, kom í veg fyrir að KR-ingar blönduðu sér í toppbaráttuna. Þeir enduðu að lokum í 5. sæti og misstu af Evrópusæti. Rúnar Kristinsson er að hefja sitt fjórða tímabil með KR eftir að hann sneri aftur heim eftir dvöl í Noregi og Belgíu. Hefur þrisvar sinnum gert KR að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum. Er einn af bestu sonum KR og tilbeðinn í Vesturbænum. Nokkuð hefur kvarnast úr leikmannahópi KR í vetur, fáir komið og breiddin er ekki jafn mikil og oft áður. Byrjunarliðið er samt sterkt og óhemju reynt. KR-ingar vonast svo til að yngri leikmenn á borð við Stefán Árna Geirsson og Ægi Jarl Jónasson geri sig enn meira gildandi og stimpli sig inn með lykilmenn. Síðasta tímabil hjá KR Sæti: 5 Stig: 28 Vænt stig (xP): 30,6 Mörk: 30 Mörk á sig: 21 Vænt mörk (xG): 34 Vænt mörk á sig: 21,3 Með boltann: 51,5% Heppnaðar sendingar: 76,5% Skot: 15,5 Aðalleikaðferð: 4-1-4-1 (38%) Meðalaldur: 29,9 Markahæstur: Pablo Punyed (7) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið KR.vísir/toggi Kristinn Jónsson (f. 1990): Að öllum líkindum besti vinstri bakvörður deildarinnar og án alls efa einn besti leikmaður deildarinnar sömuleiðis. Hefur myndað ógnarsterkan vinstri væng KR-liðsins ásamt Óskari Erni undanfarin ár og mun gera áfram en Kristinn skrifaði nýverið undir nýjan samning sem gildir til 2023. Lagði upp fjögur mörk á síðustu leiktíð, þar af þrjú gegn ÍA. Ætlar sér eflaust að hrella fleiri lið en Skagamenn í sumar. Pálmi Rafn Pálmason (f. 1984): Magnaður miðjumaður sem hefur verið hjá KR síðan 2015. Svo góður hefur hann verið í svörtu og hvítu að Vesturbæingar hafa fyrirgefið honum fyrir að spila með Val á sínum tíma. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum bæði 2018 og 2019 hefur Pálmi færst aftar á völlinn og verður titlaður sem djúpur miðjumaður í sumar. Þar mun hann sjá um að stýra spilinu sem og leikmönnunum fyrir framan sig á meðan yngri leikmenn þurfa að axla ábyrgð í markaskorun. Óskar Örn Hauksson (f. 1984): Leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Er að nálgast fertugt og þó hraðinn sé örlítið minni en áður eru snerpan og skilningarvitin enn upp á tíu. Óskar Örn er eflaust sá leikmaður sem hugsar hvað best um sig enda missir hann varla úr leik vegna meiðsla. Þrátt fyrir að koma með beinum hætti að tíu mörkum (sex mörk, fjórar stoðsendingar) í tuttugu leikjum var hann ekki talinn eiga sérstakt tímabil fyrir ári. Það læðist að manni sú tilfinning að Óskar Örn ætli sér enn og aftur að sýna hvers hann er megnugur í sumar. Kristinn Jónsson, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson.vísir/bára Leikstíllinn Í þremur orðum: Skipulagður, hraður og sókndjarfur. Segja má að leikstíll KR sé nokkuð fastmótaður og verið það síðan Rúnar tók við liðinu. Í grunninn er um að ræða 4-2-3-1 leikkerfi með sókndjarfa bakverði, þétta miðju og framliggjandi miðjumann sem skorar töluvert. Mögulega gæti orðið breyting á í sumar ef Pálmi Rafn verður einn djúpur fyrir framan vörn liðsins. Það verður að koma í ljós. Í markinu er Beitir lítið að flækja hlutina þegar kemur að uppspili. Ef það er mögulegt að gefa á miðvörð eða bakvörð þá fer boltinn þangað annars fer tuðran upp völlinn. Litlar áhættur eru teknar í uppspili fyrir framan markið. Rúnar vill að lið sitt pressi ofarlega á vellinum og ætli mótherji þeirra sér að spila út frá marki má búast við svart hvítum treyjum allt í kringum vítateiginn. Á meðan orka leyfir er því pressað ofarlega á vellinum en ef liðið þarf að setjast aðeins aftar til að verja fenginn hlut þá er það ekki mikið vandamál. Sóknarleikur KR-inga er fjölbreytilegur svo vægt sé til orða tekið. Liðið er skipulagt þegar kemur að skyndisóknum og getur breytt vörn í sókn á augabragði. Að sama skapi getur liðið einnig haldið boltanum, spilað kantanna á milli og fundið þannig glufur í vörn andstæðinga sinna. Oftar nær er það plássið milli bakvarðar og miðvarðar sem er nýtt til að skapa marktækifæri. Að lokum eru föst leikatriði einnig nýtt og vel æfð. Þá er athyglisvert hversu oft KR býr til góð marktækifæri eftir innköst ofarlega á vellinum. Markaðurinn vísir/toggi KR-ingar hafa misst meira en þeir hafa fengið. Finnur Tómas verðskuldaði að komast í atvinnumennsku en það er einnig mikill missir af hinum fjölhæfa Pablo Punyed. Hlutverk Finns Orra var misstórt en hann var samt mikilvægur hlekkur í KR-liðinu. Guðjón Baldvinsson er ekki að fara að skora eins mikið og þegar hann lék síðast með KR, fyrir áratug síðan, en þessi 35 ára orkubolti stækkar vopnabúrið í fremstu víglínu. Grétar Snær Gunnarsson var svo mjög ljós punktur á slöku tímabili Fjölnis í fyrra. Þessi uppaldi Hafnfirðingur, sem varð Færeyjameistari undir stjórn Heimis Guðjónssonar árið 2018, byrjar tímabilið væntanlega í miðri vörn KR. Hvað vantar? Kannski reynist Grétar hárrétta svarið en KR virðist helst geta grætt á að fá til sín hávaxinn úrvalsmiðvörð. Að lokum Atli Sigurjónsson var besti leikmaður KR á síðasta tímabili.vísir/bára Markmiðið hjá KR er alltaf það sama, að berjast um þá titla sem í boði eru. Minnimáttarkennd er ekki til á þeim bænum. Eins og staðan er núna virðast KR-ingar þó standa bestu liðum deildarinnar aðeins að baki. Það skyldi þó enginn vanmeta reynsluna og hæfileikana í KR. Liðið er mjög gamalt en líka mjög gott. Það er spurning hvort ein atlaga í viðbót að Íslandsmeistaratitlinum sé til staðar í leikmannahópnum. Ef Kjartan Henry Finnbogason bætist við hann gæti hann líka breytt miklu. Rúnar Kristinsson er svo auðvitað frábær þjálfari og einn sá besti í sögu efstu deildar. Ef KR ætlar að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn verður liðið að gera betur á Meistaravöllum en í fyrra. KR-ingar voru þriðja versta heimavallarárangurinn í Pepsi Max-deildinni og það er ekki í boði fyrir lið sem vill vera á toppnum. KR var þó mjög öflugt á útivelli, tapaði ekki leik þar og fékk aðeins á sig tvö mörk.
Sæti: 5 Stig: 28 Vænt stig (xP): 30,6 Mörk: 30 Mörk á sig: 21 Vænt mörk (xG): 34 Vænt mörk á sig: 21,3 Með boltann: 51,5% Heppnaðar sendingar: 76,5% Skot: 15,5 Aðalleikaðferð: 4-1-4-1 (38%) Meðalaldur: 29,9 Markahæstur: Pablo Punyed (7)
Pepsi Max-spáin 2021: Belgísk áhrif á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 26. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04