Guardiola svaf ekki vegna áhyggja af Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 09:30 Kylian Mbappe og Neymar hafa skorað saman fjórtán mörk í Meistaradeildinni og alls 51 mark saman í öllum keppnum. Getty/John Berry Knattspyrnustjóri Manchester City hefur miklar áhyggjur af framherjapari Paris Saint Germain fyrir Meistaradeildarleik liðanna í kvöld. Hann er viss um að Barcelona hefði unnið Meistaradeildina oftar með Neymar. Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira