Bruno Fernandes: Vill verða stjóri Man United einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 12:31 Bruno Fernandes í leik með Manchester United á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Bruno Fernandes er svo sáttur hjá Manchester United að hann sér fyrir sér að vinna áfram hjá félaginu eftir að leikmannaferlinum lýkur. Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira