Sjáðu flugeldasýningu United og hvernig Saka kom Arsenal úr miklu klandri Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 09:00 Edinson Cavani hleypur til Paul Pogba og fagnar marki gegn Roma í 6-2 sigri Manchester United í gær. AP/Jon Super Manchester United bauð upp á flugeldasýningu í seinni hálfleik gegn Roma í gær og Bukayo Saka bjargaði Arsenal úr afar erfiðri stöðu gegn Villarreal á Spáni. Mörkin og rauðu spjöldin má sjá hér á Vísi. United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Sjá meira
United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Sjá meira