Þegar Mbappé sagði hæ við heiminn á Etihad Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 13:30 Kylian Mbappé skorar fyrsta Meistaradeildarmark sitt á ferlinum, gegn Manchester City í febrúar 2017. getty/Alex Livesey Kylian Mbappé mætir í kvöld á völlinn þar sem hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark á ferlinum, Etihad, og kynnti sig almennilega fyrir fótboltaheiminum. Þegar Mbappé skoraði fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt 2017 var hann átján ára leikmaður Monaco. Núna, vorið 2021, er Mbappé 22 ára leikmaður Paris Saint-Germain, heimsmeistari með Frakklandi, verðlaunum og viðurkenningum hlaðinn og einn besti leikmaður heims. Leikur City og Monaco í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 21. febrúar 2017 er með þeim eftirminnilegri í keppninni á síðustu árum. City vann leikinn, 5-3, en mörkin þrjú sem Monaco skoraði á Etihad reyndust dýrmæt. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Leroys Sané. Falcao, félagi Mbappés í framlínu Monaco, jafnaði sex mínútum síðar þegar hann kastaði sér fram og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fabinho. Mbappé og Falcao mynduðu frábært framherjapar hjá Monaco tímabilið 2016-17.getty/Alex Livesey Á 40. mínútu var svo komið að Mbappé. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn City frá Fabinho, stakk Nicolás Otamendi af og skoraði framhjá Willy Caballero í marki heimamanna. Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Mbappés. Þau eru nú orðin 27 og á eftir að fjölga mikið á næstu árum. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum á Etihad auk þess sem Willy varði vítaspyrnu frá Falcao. Kólumbíumaðurinn skoraði reyndar glæsilegt mark á 61. mínútu og kom Monaco í 2-3 en City skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og vann, 5-3. Það dugði þó ekki til því Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 3-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mbappé kom Monaco á bragðið strax á 8. mínútu og Fabinho jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Sané minnkaði muninn á 71. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Tiémoué Babayoko markið sem kom Monaco í átta liða úrslitin. Monaco komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og varð franskur meistari. Eftir tímabilið fóru stærri félög að kroppa í leikmenn Monaco. City keypti Bernardo Silva og Benjamin Mendy, Chelsea Babayoko og PSG krækti í Mbappé. Hann hefur skorað 106 mörk í 123 leikjum fyrir PSG og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu, nema Meistaradeildina. PSG komst í úrslit hennar í fyrra en tapaði fyrir Bayern München, 1-0. Rúben Dias og félagar í vörn Manchester City höfðu góðar gætur á Mbappé í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.getty/Alex Grimm PSG á nú tækifæri á að endurtaka leikinn en til þess að það gerist þarf liðið að snúa 1-2 tapi í fyrri leiknum á Parc des Princes sér í vil. PSG var yfir í hálfleik en City tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Mbappé hefur glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn er ekki alveg ljóst hvort hann spilar ef marka má orð Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra PSG. En Mbappé þyrfti væntanlega að vera ógöngufær til að koma ekki við sögu í þessum mikilvæga leik. Leikur Man. City og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Þegar Mbappé skoraði fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt 2017 var hann átján ára leikmaður Monaco. Núna, vorið 2021, er Mbappé 22 ára leikmaður Paris Saint-Germain, heimsmeistari með Frakklandi, verðlaunum og viðurkenningum hlaðinn og einn besti leikmaður heims. Leikur City og Monaco í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 21. febrúar 2017 er með þeim eftirminnilegri í keppninni á síðustu árum. City vann leikinn, 5-3, en mörkin þrjú sem Monaco skoraði á Etihad reyndust dýrmæt. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Leroys Sané. Falcao, félagi Mbappés í framlínu Monaco, jafnaði sex mínútum síðar þegar hann kastaði sér fram og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fabinho. Mbappé og Falcao mynduðu frábært framherjapar hjá Monaco tímabilið 2016-17.getty/Alex Livesey Á 40. mínútu var svo komið að Mbappé. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn City frá Fabinho, stakk Nicolás Otamendi af og skoraði framhjá Willy Caballero í marki heimamanna. Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Mbappés. Þau eru nú orðin 27 og á eftir að fjölga mikið á næstu árum. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum á Etihad auk þess sem Willy varði vítaspyrnu frá Falcao. Kólumbíumaðurinn skoraði reyndar glæsilegt mark á 61. mínútu og kom Monaco í 2-3 en City skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og vann, 5-3. Það dugði þó ekki til því Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 3-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mbappé kom Monaco á bragðið strax á 8. mínútu og Fabinho jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Sané minnkaði muninn á 71. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Tiémoué Babayoko markið sem kom Monaco í átta liða úrslitin. Monaco komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og varð franskur meistari. Eftir tímabilið fóru stærri félög að kroppa í leikmenn Monaco. City keypti Bernardo Silva og Benjamin Mendy, Chelsea Babayoko og PSG krækti í Mbappé. Hann hefur skorað 106 mörk í 123 leikjum fyrir PSG og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu, nema Meistaradeildina. PSG komst í úrslit hennar í fyrra en tapaði fyrir Bayern München, 1-0. Rúben Dias og félagar í vörn Manchester City höfðu góðar gætur á Mbappé í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.getty/Alex Grimm PSG á nú tækifæri á að endurtaka leikinn en til þess að það gerist þarf liðið að snúa 1-2 tapi í fyrri leiknum á Parc des Princes sér í vil. PSG var yfir í hálfleik en City tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Mbappé hefur glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn er ekki alveg ljóst hvort hann spilar ef marka má orð Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra PSG. En Mbappé þyrfti væntanlega að vera ógöngufær til að koma ekki við sögu í þessum mikilvæga leik. Leikur Man. City og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira