Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2021 11:25 Meðal vara Nóa Síríus má nefna súkkulaði af ýmsu tagi undir heitinu Síríus, Nóa Konfekt, Nóa Kropp, Nóa Páskaegg og Konsum. Vísir/Vilhelm Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Deloitte á Íslandi sem hafði umsjón með söluferlinu. Þar segir að sögu Nóa Síríus megi rekja allt aftur til ársins 1920, en þar starfa í dag um 120 manns. Orkla er leiðandi fyrirtæki á neytendavörumarkaði á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og völdum mörkuðum í Mið-Evrópu og á Indlandi. Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Osló. Velta félagsins árið 2020 var um 47 milljarður norskra króna og eru starfsmenn félagsins yfir 21 þúsund talsins. Orkla hefur verið 20% hluthafi í Nóa Síríus undanfarin tvö ár en fyrirliggjandi samkomulag felst í kaupum á hlutum annarra hluthafa. Aðilar hafa komið sér saman um að gefa ekki upp kaupverð viðskiptanna. Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með ferlinu og var ráðgjafi seljenda. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tengslum við þessi viðskipti, hefur Finnur Geirsson forstjóri Nóa Síríus, óskað eftir að láta af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins. Finnur mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen mun taka við stöðunni en hann hefur víðtæka reynslu innan FMCG iðnaðarins og var síðast SVP Business Development hjá Orkla Consumer & Financial Investments,“ segir í tilkynningunni. Velta Nóa Síríus árið 2020 var um 3,6 milljarðar. Vaxtarmarkaður Haft er eftir Jaan Ivar Semlitsh, forstjóra Orkla að Nói Síríus hafi sérstöðu á Íslandi sem falli vel að eignasafni Orkla af leiðandi vörumerkjum. „Við sjáum möguleika á að skapa verðmæti með því að halda áfram að byggja á sterkri stöðu Nóa Síríus á Íslandi, en jafnframt auka vöruúrvalið. Súkkulaði, snakk og sælgæti eru kjarnaflokkar fyrir Orkla. Ísland er vaxtarmarkaður og við ætlum að vera hluti af þeim vexti.” Einnig er haft eftir Finni Geirssyni , fráfarandi forstjóra Nóa Síríus hf., að á þessum tímamótum sé hann sérstaklega stoltur af því að hafa, ásamt framúrskarandi samstarfsfólki, byggt upp fyrirtæki og vörumerki Nóa Síríusar. „Þegar eitt stærsta fyrirtæki Norðurlandanna á þessu sviði sýnir fyrirtækinu jafn mikinn áhuga og raun ber vitni, fyrst sem minnihluthafi og í kjölfarið með núverandi samkomulagi, er það skýr vitnisburður um einstakan árangur. Við erum jafnframt ánægð með kaupandann, sem er öflugur aðili með víðtæka þekkingu á starfsemi af þessu tagi, og teljum við að Nói Síríus verði í góðum höndum með Orkla. Fyrir þeim vakir að hlúa að okkar ágætu vörumerkjum sem hafa unnið sér hylli á löngum ferli fyrirtækisins.“ Kauphöllin Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Deloitte á Íslandi sem hafði umsjón með söluferlinu. Þar segir að sögu Nóa Síríus megi rekja allt aftur til ársins 1920, en þar starfa í dag um 120 manns. Orkla er leiðandi fyrirtæki á neytendavörumarkaði á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og völdum mörkuðum í Mið-Evrópu og á Indlandi. Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Osló. Velta félagsins árið 2020 var um 47 milljarður norskra króna og eru starfsmenn félagsins yfir 21 þúsund talsins. Orkla hefur verið 20% hluthafi í Nóa Síríus undanfarin tvö ár en fyrirliggjandi samkomulag felst í kaupum á hlutum annarra hluthafa. Aðilar hafa komið sér saman um að gefa ekki upp kaupverð viðskiptanna. Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með ferlinu og var ráðgjafi seljenda. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tengslum við þessi viðskipti, hefur Finnur Geirsson forstjóri Nóa Síríus, óskað eftir að láta af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins. Finnur mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen mun taka við stöðunni en hann hefur víðtæka reynslu innan FMCG iðnaðarins og var síðast SVP Business Development hjá Orkla Consumer & Financial Investments,“ segir í tilkynningunni. Velta Nóa Síríus árið 2020 var um 3,6 milljarðar. Vaxtarmarkaður Haft er eftir Jaan Ivar Semlitsh, forstjóra Orkla að Nói Síríus hafi sérstöðu á Íslandi sem falli vel að eignasafni Orkla af leiðandi vörumerkjum. „Við sjáum möguleika á að skapa verðmæti með því að halda áfram að byggja á sterkri stöðu Nóa Síríus á Íslandi, en jafnframt auka vöruúrvalið. Súkkulaði, snakk og sælgæti eru kjarnaflokkar fyrir Orkla. Ísland er vaxtarmarkaður og við ætlum að vera hluti af þeim vexti.” Einnig er haft eftir Finni Geirssyni , fráfarandi forstjóra Nóa Síríus hf., að á þessum tímamótum sé hann sérstaklega stoltur af því að hafa, ásamt framúrskarandi samstarfsfólki, byggt upp fyrirtæki og vörumerki Nóa Síríusar. „Þegar eitt stærsta fyrirtæki Norðurlandanna á þessu sviði sýnir fyrirtækinu jafn mikinn áhuga og raun ber vitni, fyrst sem minnihluthafi og í kjölfarið með núverandi samkomulagi, er það skýr vitnisburður um einstakan árangur. Við erum jafnframt ánægð með kaupandann, sem er öflugur aðili með víðtæka þekkingu á starfsemi af þessu tagi, og teljum við að Nói Síríus verði í góðum höndum með Orkla. Fyrir þeim vakir að hlúa að okkar ágætu vörumerkjum sem hafa unnið sér hylli á löngum ferli fyrirtækisins.“
Kauphöllin Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira