Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2021 11:25 Meðal vara Nóa Síríus má nefna súkkulaði af ýmsu tagi undir heitinu Síríus, Nóa Konfekt, Nóa Kropp, Nóa Páskaegg og Konsum. Vísir/Vilhelm Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Deloitte á Íslandi sem hafði umsjón með söluferlinu. Þar segir að sögu Nóa Síríus megi rekja allt aftur til ársins 1920, en þar starfa í dag um 120 manns. Orkla er leiðandi fyrirtæki á neytendavörumarkaði á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og völdum mörkuðum í Mið-Evrópu og á Indlandi. Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Osló. Velta félagsins árið 2020 var um 47 milljarður norskra króna og eru starfsmenn félagsins yfir 21 þúsund talsins. Orkla hefur verið 20% hluthafi í Nóa Síríus undanfarin tvö ár en fyrirliggjandi samkomulag felst í kaupum á hlutum annarra hluthafa. Aðilar hafa komið sér saman um að gefa ekki upp kaupverð viðskiptanna. Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með ferlinu og var ráðgjafi seljenda. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tengslum við þessi viðskipti, hefur Finnur Geirsson forstjóri Nóa Síríus, óskað eftir að láta af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins. Finnur mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen mun taka við stöðunni en hann hefur víðtæka reynslu innan FMCG iðnaðarins og var síðast SVP Business Development hjá Orkla Consumer & Financial Investments,“ segir í tilkynningunni. Velta Nóa Síríus árið 2020 var um 3,6 milljarðar. Vaxtarmarkaður Haft er eftir Jaan Ivar Semlitsh, forstjóra Orkla að Nói Síríus hafi sérstöðu á Íslandi sem falli vel að eignasafni Orkla af leiðandi vörumerkjum. „Við sjáum möguleika á að skapa verðmæti með því að halda áfram að byggja á sterkri stöðu Nóa Síríus á Íslandi, en jafnframt auka vöruúrvalið. Súkkulaði, snakk og sælgæti eru kjarnaflokkar fyrir Orkla. Ísland er vaxtarmarkaður og við ætlum að vera hluti af þeim vexti.” Einnig er haft eftir Finni Geirssyni , fráfarandi forstjóra Nóa Síríus hf., að á þessum tímamótum sé hann sérstaklega stoltur af því að hafa, ásamt framúrskarandi samstarfsfólki, byggt upp fyrirtæki og vörumerki Nóa Síríusar. „Þegar eitt stærsta fyrirtæki Norðurlandanna á þessu sviði sýnir fyrirtækinu jafn mikinn áhuga og raun ber vitni, fyrst sem minnihluthafi og í kjölfarið með núverandi samkomulagi, er það skýr vitnisburður um einstakan árangur. Við erum jafnframt ánægð með kaupandann, sem er öflugur aðili með víðtæka þekkingu á starfsemi af þessu tagi, og teljum við að Nói Síríus verði í góðum höndum með Orkla. Fyrir þeim vakir að hlúa að okkar ágætu vörumerkjum sem hafa unnið sér hylli á löngum ferli fyrirtækisins.“ Kauphöllin Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Deloitte á Íslandi sem hafði umsjón með söluferlinu. Þar segir að sögu Nóa Síríus megi rekja allt aftur til ársins 1920, en þar starfa í dag um 120 manns. Orkla er leiðandi fyrirtæki á neytendavörumarkaði á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og völdum mörkuðum í Mið-Evrópu og á Indlandi. Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Osló. Velta félagsins árið 2020 var um 47 milljarður norskra króna og eru starfsmenn félagsins yfir 21 þúsund talsins. Orkla hefur verið 20% hluthafi í Nóa Síríus undanfarin tvö ár en fyrirliggjandi samkomulag felst í kaupum á hlutum annarra hluthafa. Aðilar hafa komið sér saman um að gefa ekki upp kaupverð viðskiptanna. Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með ferlinu og var ráðgjafi seljenda. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tengslum við þessi viðskipti, hefur Finnur Geirsson forstjóri Nóa Síríus, óskað eftir að láta af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins. Finnur mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen mun taka við stöðunni en hann hefur víðtæka reynslu innan FMCG iðnaðarins og var síðast SVP Business Development hjá Orkla Consumer & Financial Investments,“ segir í tilkynningunni. Velta Nóa Síríus árið 2020 var um 3,6 milljarðar. Vaxtarmarkaður Haft er eftir Jaan Ivar Semlitsh, forstjóra Orkla að Nói Síríus hafi sérstöðu á Íslandi sem falli vel að eignasafni Orkla af leiðandi vörumerkjum. „Við sjáum möguleika á að skapa verðmæti með því að halda áfram að byggja á sterkri stöðu Nóa Síríus á Íslandi, en jafnframt auka vöruúrvalið. Súkkulaði, snakk og sælgæti eru kjarnaflokkar fyrir Orkla. Ísland er vaxtarmarkaður og við ætlum að vera hluti af þeim vexti.” Einnig er haft eftir Finni Geirssyni , fráfarandi forstjóra Nóa Síríus hf., að á þessum tímamótum sé hann sérstaklega stoltur af því að hafa, ásamt framúrskarandi samstarfsfólki, byggt upp fyrirtæki og vörumerki Nóa Síríusar. „Þegar eitt stærsta fyrirtæki Norðurlandanna á þessu sviði sýnir fyrirtækinu jafn mikinn áhuga og raun ber vitni, fyrst sem minnihluthafi og í kjölfarið með núverandi samkomulagi, er það skýr vitnisburður um einstakan árangur. Við erum jafnframt ánægð með kaupandann, sem er öflugur aðili með víðtæka þekkingu á starfsemi af þessu tagi, og teljum við að Nói Síríus verði í góðum höndum með Orkla. Fyrir þeim vakir að hlúa að okkar ágætu vörumerkjum sem hafa unnið sér hylli á löngum ferli fyrirtækisins.“
Kauphöllin Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira