Erla Ósk, sem er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greinir frá tímamótunum í færslu á Facebook.
„Ég fer stolt frá borði eftir að hafa byggt upp svið sem þjónustar að jafnaði rúmlega 1000 starfsmenn og 23 hótel. Það hefur verið einstakt að vinna fyrir þetta flotta og metnaðarfulla fyrirtæki sem hefur svo margt hæfileikaríkt starfsfólk innanborðs,“ segir Erla Ósk.
Spennandi tímar séu fram undan hjá The Reykjavík Edition.

„Hótelið er einstök blanda af lífstíls og lúxushóteli sem býður upp á það besta þegar kemur að veitingastöðum, afþreyingu, þjónustu og þægindum. EDITION hótelin eru árangur samstarfs Ian Schrager sem er best þekktur fyrir Studio54 og Marriott sem á og rekur tæplega 8000 hótel um allan heim.“
Hótelið sem er staðsett við hlið tónlistarhússins Hörpu bjóði upp á 253 herbergi og þar af séu 27 svítur.
„Jafnframt verða 2 veitingstaðir með verönd og þakbar með útsýni yfir Reykjavík og til sjávar og sveita. Það verður jafnframt kokteilbar, næturklúbbur, heilsulind og salir fyrir viðburði og fundi. Það styttist í að hótelið verði opnað fyrir gestum og ég get ekki beðið eftir að taka á móti ykkur þegar þar að kemur.“