Fótbolti

Tókust ekki í hendur eftir leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane og Tuchel tókust ekki í hendur eftir leikinn í kvöld en óvíst er hvort að eitthvað ósætti hafi verið þeirra á milli.
Zidane og Tuchel tókust ekki í hendur eftir leikinn í kvöld en óvíst er hvort að eitthvað ósætti hafi verið þeirra á milli. Steve Bardens/Getty

Don Hutchinson, fyrrum leikmaður Liverpool og nú spekingur hjá breska ríkisútvarpinu, var á vellinum í kvöld er Chelesa og Real Madrid mættust.

Chelsea vann 2-0 sigur í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld en Timo Werner og Mason Mount skoruðu mörkin. Chelsea var mun betri aðilinn.

Don greinir frá því í textalýsingu BBC að stjórar liðanna, Zinedine Zidane og Thomas Tuchel, hafi ekki tekist í hendur í leikslok.

„Zidane tók ekki í hendina á Thomas Tuchel. Hann er mjög vonsvikinn. Real Madrid mætti ekki til leiks,“ sagði Hutchinson.

Hann greindi ekki frá því hvort að eitthvað hefði kastast í kekki á milli stjóranna á meðan leik stóð.

„Kai Havertz er án vafa maður leiksins. Þetta er hans besti leikur í Chelsea treyjunni og hann hafði mikla yfirburði gegn Sergio Ramos,“ bætti Hutchinson við.

Það verður því enskur úrslitaleikur í Istanbúl er Chelsea mætir Manchester City


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×