Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin hjá topp­liðinu og klappið kald­hæðnis­lega í Garða­bæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Selfyssingar fagna fyrra marki sínu í gær.
Selfyssingar fagna fyrra marki sínu í gær. skjáskot

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA á útivelli en í Garðabæ gerðu Stjarnan og Keflavík markalaust jafntefli.

Selfoss komst yfir á Akureyri með marki Brenna Lovera á 19. mínútu og á 66. mínútu tvöfaldaði Caity Heap forystuna. Lokatölur 2-0.

Selfoss er þar af leiðandi með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Þór/KA er með þrjú stig eftir sigur í Eyjum í fyrstu umferðinni.

Stjarnan og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Garðabæ. Keflvíkingar léku einum færri frá 86. mínútu er Abby Carchio fékk tvö gul spjöld á nokkrum sekúndum.

Þetta var fyrsta stig beggja liða í sumar eftir að Keflavík tapaði gegn Selfoss í fyrstu umferðinni og Stjarnan gegn Val.

Klippa: Sportpakkinn - Pepsi Max mörkin

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×