Handbolti

Fjórir íslenskir sigrar í danska handboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG í dag.

Það voru fjórir leikir á dagskrá í danska handboltanum í dag. Í öllum leikjum dagsins voru Íslendingar í eldlínunni og enduðu allir leikirnir með íslenskum sigri.

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Holstebro sóttu góðan tveggja marka sigur þegar þeir kíktu í heimsókn til Álaborgar. Lokatölur 38-36 og Holstebro er nú á toppi síns riðils.

Í sama riðli tóku Elvar Örn Jónsson og félagar hans á móti Skanderborg í leik sem var jafn fram á seinustu sekúndu. Skjern átti þó lokaorðið og unnu numan eins marks sigur, 26-25. Skjern er því í þriðja sæti riðilsins.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem tók á móti Bjerringbro/Silkeborg í jöfnum og spennandi leik. GOG sýndi styrk sinn undir lokinn og vann að lokum tveggja marka sigur, 37-35 og situr nokkuð þægilega á toppi síns riðils.

Seinasti leikur dagsins var Íslendingaslagur þar sem Sønderjyske með Svein Jóhannsson innanborðs tók á móti Ágústi Elí Björgvinssyni og félögum í Kolding. Sønderjyske vann þar öruggan tíu marka sigur og eru nú jafnir Bjerringbro/Silkeborg í öðru sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×