Liverpool græddi á VAR og Stóri Sam var bandsjóðandi brjálaður eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 09:31 Sam Allardyce lét skoðun sína á dómgæslunni í ljós á hliðarlínunni í leik West Bromwich Albion og Liverpool í gær. AP/Rui Vieira Stuðningsmenn Liverpool hafa oft kvartað undan Varsjánni á síðustu árum en þeir þökkuðu fyrir hana í lífsnauðsynlegum 2-1 sigri á West Bromwich Albion í gær. Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira