Hislop: Liverpool mun klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 08:31 Mohamed Salah félagar ættu að komast í Meistaradeildina með tveimur góðum sigrum á Burnley og Crystal Palace. EPA-EFE/Phil Noble Úrslitin í leik Chelsea og Leicester City voru líklega þau verstu í boði fyrir Liverpool en það breytir ekki því að lærisveinar Jürgen Klopp ættu að komast í Meistaradeildina með sigrum í síðustu tveimur leikjum sínum. Chelsea vann 2-1 sigur á Leicester City í gær og er þar með einu stigi á undan Leicester og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool getur komist upp að hlið Leicester, einu stigi á eftir Chelsea, með sigri í kvöld í leiknum sem liðið á inni. Það að Chelsea skyldi vinna svona nauman sigur þýðir að ekkert má klikka hjá Liverpool sem þarf væntanlega bæði sex stig sem og að bæta markatöluna til að enda fyrir ofan Leicester. Liverpool looking at that 4th UCL spot like: pic.twitter.com/hllBVJ7nQt— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2021 Lokaleikir Liverpool liðsins eru á móti Burnley og Crystal Palace sem bæði hafa að litlu að keppa. Frammistaða Liverpool á móti liðum í neðri hlutanum hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi og því eru stuðningsmenn Liverpool örugglega allt annað en rólegir. Það er spurning hvernig spá Shaka Hislop á ESPN fari síðan í þá en gamli markvörðurinn sem spilaði yfir tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool liðsins. Hislop hefur nefniega ekki trú á því að Liverpool tryggi sér sæti í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera aðeins tveimur sigrum frá því. „Mín tilfinning er að Liverpool rétt missi af Meistaradeildarsætinu. Ef við lítum á það hvaða miðverði þeir eru með og hvað liðið er fyrirsjáanlegt. Liðin sem þau mæta eru pressulaus og munu gefa Liverpool mönnum hausverk,“ sagði Shaka Hislop. „Liverpool mun klúðra þessu og tapa stigum í þessum síðustu tveimur leikjum en ég held líka að bæði Chelsea og Leicester vinni lokaleiki sína og þessi úrslita í gær munu því skipta minna máli,“ sagði Hislop en það má sjá hvað hann sagði með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Chelsea vann 2-1 sigur á Leicester City í gær og er þar með einu stigi á undan Leicester og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool getur komist upp að hlið Leicester, einu stigi á eftir Chelsea, með sigri í kvöld í leiknum sem liðið á inni. Það að Chelsea skyldi vinna svona nauman sigur þýðir að ekkert má klikka hjá Liverpool sem þarf væntanlega bæði sex stig sem og að bæta markatöluna til að enda fyrir ofan Leicester. Liverpool looking at that 4th UCL spot like: pic.twitter.com/hllBVJ7nQt— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2021 Lokaleikir Liverpool liðsins eru á móti Burnley og Crystal Palace sem bæði hafa að litlu að keppa. Frammistaða Liverpool á móti liðum í neðri hlutanum hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi og því eru stuðningsmenn Liverpool örugglega allt annað en rólegir. Það er spurning hvernig spá Shaka Hislop á ESPN fari síðan í þá en gamli markvörðurinn sem spilaði yfir tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool liðsins. Hislop hefur nefniega ekki trú á því að Liverpool tryggi sér sæti í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera aðeins tveimur sigrum frá því. „Mín tilfinning er að Liverpool rétt missi af Meistaradeildarsætinu. Ef við lítum á það hvaða miðverði þeir eru með og hvað liðið er fyrirsjáanlegt. Liðin sem þau mæta eru pressulaus og munu gefa Liverpool mönnum hausverk,“ sagði Shaka Hislop. „Liverpool mun klúðra þessu og tapa stigum í þessum síðustu tveimur leikjum en ég held líka að bæði Chelsea og Leicester vinni lokaleiki sína og þessi úrslita í gær munu því skipta minna máli,“ sagði Hislop en það má sjá hvað hann sagði með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira