Chelsea, Liverpool og Leicester gætu endað öllsömul í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 08:00 Liverpool er með Meistaradeildarörlög sín í eigin höndum eftir sigurinn á Burnley í gærkvöld. AP/Alex Livesey Chelsea, Liverpool og Leicester eiga í harðri baráttu um tvö Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mögulegt er að þau leiki öll í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson á von um að komast í aðra Evrópukeppni. Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur. Enski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur.
Enski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira