Hin 19 ára gamla Ólöf Maren lék sex leiki í Olís-deild kvenna með deildarmeisturum KA/Þórs í vetur. Hún færir sig nú um set og stefnir á að spila enn fleiri leiki á komandi misserum.
„Hún mun því passa vel inn í hið unga og efnilega Haukalið og er Ólöf enn einn ungi leikmaðurinn sem skrifar undir samning við félagið. Haukar bjóða Ólöfu velkomna á Ásvelli og hlakka til að sjá hana í Haukabúningnum í haust,“ segir í tilkynningu Hauka.
Ólöf Maren hefur verið í U-19 ára landsliðshópi Íslands og er hluti af lokahópnum sem mun spila í B-deild Evrópumótsins í júlí og ágúst. Þá mun liði einnig leika nokkra æfingaleika í aðdraganda mótsins.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.