Gabriel missti nefnilega tönn í fagnaðarlátunum þegar leikmenn Arsenal hópuðust í kringum David Luiz í leikslok eftir að Arsenal hafði unnið 2-0 sigur á Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.
David Luiz var að spila sinn síðasta leik með Arsenal og vinsældir hans innan leikmannahópsins sáust vel í leikslok. Það var hins vegar landi hans sem fékk óvænt högg í hamaganginum.
Gabriel lost a tooth during the farewell celebrations for David Luiz following Arsenal's win against Brighton! pic.twitter.com/vcj1wiuVEg
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2021
Hinn 23 ára gamli Brasilíumaður sást síðan leita að tönninni sinni á Emirates leikvanginum eftir leikinn en á sama tíma hlógu liðsfélagar hans og gera grín að sínum manni.
Starfsmenn Arsenal hjálpuðu líka Gabriel við að leita. Þá var knattspyrnustjóri Arsenal, Mikel Arteta, á sama tíma í viðtölum eftir leik. Þegar hann var spurður út í þetta þá svaraði hann hlæjandi:
„Þið eruð hérna og mjög nálægt honum. Þið ættuð því að fara að hjálp honum,“ sagði Mikel Arteta.
Gabriel has been out on the pitch for ages looking for something, he s now got a few of the coaching staff helping him. I m pretty sure he s looking for a tooth. pic.twitter.com/3iirVtbuOP
— Charles Watts (@charles_watts) May 23, 2021
Gabriel fann að lokum tönnina og staðfesti það á samfélagsmiðlum. „Ekki hafa áhyggjur af mér, ég fann tönnina mína,“ skrifaði Gabriel á Instagram.
Gabriel átti fínt tímabil með Arsenal og var eitt af því fáa jákvæða við leiktíðina þar sem Arsenal missti af Evrópusæti í fyrsta sinn í 25 ár.