Kári hætti við landsleikina vegna Covid: „Get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 21:41 Kári Árnason verður ekki með Íslandi í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld, þegar liðið mætir Mexíkó. Getty Kári Árnason segir að kórónuveirufaraldurinn sé ástæða þess að hann hafi ákveðið að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Mexíkó, Póllandi og Færeyjum ytra í vináttulandsleikjum á næstunni. Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira