Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti yfir á sextándu mínútu og Katherine Amanda Cousins tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu á 35. mínútu.
Katherine Amanda Cousins var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks og fjórða markið gerði Lea Björt Kristjánsdóttir á 61. mínútu.
Shaelan Grace Murison Brown bætti við fimmta markinu á 74. mínútu en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir klóraði í bakkann fyrir Stjörnuna.
Frábær sigur Þróttara í Garðabænum staðreynd en Þróttur er með sex stig eftir leikina fimm.
Stjarnan er með fjögur stig.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.