Það er fótboltafjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu í kvöld en hann hefur ansi góð sambönd í fótboltaheiminum.
Hann hefur þjálfað Real frá árinu 2016, með árs hléi frá 2018 til 2019, en hann hefur unnið spænsku úrvalsdeildina í tvígang og Meistaradeildina í þrígang með Real.
Á þessari leiktíð endaði Real í öðru sæti spænska boltans eftir að hafa borist við granna sína í Atletico langt fram eftir móti.
Í Meistaradeildinni fóru þeir alla leið í undanúrslit þar sem mótherjarnir voru Chelsea. Þar biðu þeir í lægri hlut.
BREAKING: Zinedine Zidane has decided to LEAVE Real Madrid with immediate effect. (Source: @FabrizioRomano) pic.twitter.com/8aT9rQCXfr
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 26, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.