Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool eftir EM 21 árs landsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 08:30 Ibrahima Konate mun njóta góðs af því að spila með og læra af Virgil Van Dijk. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Eftir slæmt ástand í miðri vörn Liverpool á tímabilinu horfir nú til bjartari tíma. Mögulegur framtíðarmiðvörður franska landsliðsins spilar við hlið Virgil Van Dijk á næstu leiktíð. Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig en ESPN er meðal erlendu miðlana sem segja frá þessu. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Liverpool gat endanlega gengið frá þessu eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Liverpool gat því virkjað klásúlu í samningi Ibrahima Konate við þýska félagið og getur keypt upp samninginn á 41,5 milljónir evra. Liverpool þarf samt að borga alla upphæðina strax. Liverpool have agreed to sign centre-back Ibrahima Konate from RB Leipzig on a five-year contract, sources told @LaurensJulien pic.twitter.com/FNG3AqO3ic— ESPN FC (@ESPNFC) May 26, 2021 Konate er franskur unglingalandsliðsmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt í þessari viku. Njósnarar Liverpool hafa fylgst með honum lengi en þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem framtíðina fyrir sér. Konate hefur þegar gengið undir læknisskoðun og mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool liðið eftir Evrópumót 21 árs landsliða. Frakkar komust í átta liða úrslitin upp úr riðli Íslands og mæta þar Hollendingum. Ibrahima Konate er stór og sterkur leikmaður með mikinn hraða. Hann hefur bætt sig mikið með boltann og tekið miklum framförum í leikfræðinni undir stjórn Julian Nagelsmann hjá Leipzig. Jürgen Klopp er mikill aðdáandi og vill spila honum við hlið Virgil van Dijk á næstu leiktíð. Koma Konate þýðir að það verður ekki pláss fyrir Ozan Kabak hjá félaginu. Liverpool mun ekki nýta sér kauprétt sinn en Kabak var í láni frá Schalke. Það er hins vegar líklegt að Kabak endi hjá Leipzig sem er að missa báða miðverði sína, Konate til Liverpool og Dayot Upamecano til Bayern München. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig en ESPN er meðal erlendu miðlana sem segja frá þessu. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Liverpool gat endanlega gengið frá þessu eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Liverpool gat því virkjað klásúlu í samningi Ibrahima Konate við þýska félagið og getur keypt upp samninginn á 41,5 milljónir evra. Liverpool þarf samt að borga alla upphæðina strax. Liverpool have agreed to sign centre-back Ibrahima Konate from RB Leipzig on a five-year contract, sources told @LaurensJulien pic.twitter.com/FNG3AqO3ic— ESPN FC (@ESPNFC) May 26, 2021 Konate er franskur unglingalandsliðsmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt í þessari viku. Njósnarar Liverpool hafa fylgst með honum lengi en þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem framtíðina fyrir sér. Konate hefur þegar gengið undir læknisskoðun og mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool liðið eftir Evrópumót 21 árs landsliða. Frakkar komust í átta liða úrslitin upp úr riðli Íslands og mæta þar Hollendingum. Ibrahima Konate er stór og sterkur leikmaður með mikinn hraða. Hann hefur bætt sig mikið með boltann og tekið miklum framförum í leikfræðinni undir stjórn Julian Nagelsmann hjá Leipzig. Jürgen Klopp er mikill aðdáandi og vill spila honum við hlið Virgil van Dijk á næstu leiktíð. Koma Konate þýðir að það verður ekki pláss fyrir Ozan Kabak hjá félaginu. Liverpool mun ekki nýta sér kauprétt sinn en Kabak var í láni frá Schalke. Það er hins vegar líklegt að Kabak endi hjá Leipzig sem er að missa báða miðverði sína, Konate til Liverpool og Dayot Upamecano til Bayern München. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira