Jói Ásbjörns og faðir Rúriks í salnum í kvöld: „Hausinn á mér er fullur af upplýsingum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 11:31 Rúrik og Renata fara á sviðið í kvöld. @RURIKGISLASON Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, tekur þátt í úrslitaþættinum í þýsku útgáfunni af Allir geta dansað, Let´s Dance. Rúrik hefur verið í fjóra mánuði í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að taka þátt í þáttunum. Rúrik dansar með Renötu Luis og hafa þau farið gjörsamlega á kostum í þættinum. Í kvöld taka þrjú pör þátt í úrslitaþættinum en Rúrik ræddi kvöldið í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik og Renata hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum eða fullt hús stiga og þykja þau sigurstrangleg í kvöld. „Það er búið að ganga vel en ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu,“ segir Rúrik en samkvæmt veðbönkum er Rúrik líklegastur til þess að fara með sigur af hólmi í keppninni. Sjö tegundir „Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist.“ Hann segir að eftir þáttinn þarf hann að vinna í nokkrum verkefnum úti í Þýskalandi svo hann getur í raun ekki tekið sér frí eftir þetta langa ferli. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“ Rúrik fær stuðning frá fjölskyldunni í kvöld. „Pabbi og mágur minn verða hérna í salnum í kvöld,“ segir Rúrik en mágur hans er Jóhannes Ásbjörnsson athafnarmaður. Keppnin byrjar klukkan 18:15 í kvöld að íslenskum tíma. Íslendingar erlendis Dans Brennslan Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Rúrik hefur verið í fjóra mánuði í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að taka þátt í þáttunum. Rúrik dansar með Renötu Luis og hafa þau farið gjörsamlega á kostum í þættinum. Í kvöld taka þrjú pör þátt í úrslitaþættinum en Rúrik ræddi kvöldið í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik og Renata hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum eða fullt hús stiga og þykja þau sigurstrangleg í kvöld. „Það er búið að ganga vel en ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu,“ segir Rúrik en samkvæmt veðbönkum er Rúrik líklegastur til þess að fara með sigur af hólmi í keppninni. Sjö tegundir „Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist.“ Hann segir að eftir þáttinn þarf hann að vinna í nokkrum verkefnum úti í Þýskalandi svo hann getur í raun ekki tekið sér frí eftir þetta langa ferli. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“ Rúrik fær stuðning frá fjölskyldunni í kvöld. „Pabbi og mágur minn verða hérna í salnum í kvöld,“ segir Rúrik en mágur hans er Jóhannes Ásbjörnsson athafnarmaður. Keppnin byrjar klukkan 18:15 í kvöld að íslenskum tíma.
Íslendingar erlendis Dans Brennslan Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira