Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.” Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.”
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15