De Bruyne sleppur við skurðarborðið og verður með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 09:30 Kevin De Bruyne fór grátandi af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Carl Recine Belgar fengu góðar fréttir í gær þegar landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez sagði frá því að Kevin De Bruyne yrði væntanlega með á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira