Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum í Tógó Heimsljós 3. júní 2021 14:10 SOS Verkefnið er til þriggja ára og að fullu fjármagnað frá Íslandi. Undraverður árangur hefur náðst á skömmum tíma í átaki gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó, verkefni sem fjármagnað er af SOS á Íslandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Verkefnið hófst í mars 2020 og Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS segir að þrátt fyrir hömlur af völdum COVID-19 sé árangurinn framar vonum þegar svo skammt er liðið á verkefnistímann. Hans Steinar segir að fjölmörgum fórnarlömbum kynferðisofbeldis á svæðinu hafi verið hjálpað og þrír nauðgarar hafi verið fangelsaðir samkvæmt nýjustu úttektarskýrslu frá stjórnendum verkefnisins. „Komið hefur í ljós að foreldrar eru illa upplýstir um réttindi barna sinna og gera sér til að mynda ekki grein fyrir því þegar brotið hefur verið á börnunum. Þar af leiðandi er mikill skortur á tilkynningum til lögreglu um misnotkun. Einn af mikilvægust þáttum í verkefninu er vitundarvakning meðal almennings um þær alvarlegu afleiðingar sem kynferðisbrot hafa á þolendur,“ segir hann. Framleiddir voru sex fræðsluþættir fyrir útvarp sem að sögn Hans Steinars hafa náð til margra um hætturnar og þá aðstoð sem er til boða fyrir unga þolendur kynferðisofbeldis. „Þessir þættir fengu mikla hlustun og hafa leitt af sér fleiri tilkynningar um kynferðisbrot.“ Hans Steinar segir að ekki síður mikilvægur þáttur sé að veita fórnarlömbum sálfræðiþjónustu og hjálpa þeim með félagslega þætti við að fara aftur út í samfélagið. Í lok desember hafi fjórtán stúlkum á aldrinum 15-20 ára, sem höfðu hrökklast úr skóla vegna misnotkunar, verið hjálpað á þann hátt. Verkefnið – sem er til þriggja ára - er að fullu fjármagnað frá Íslandi. Styrkur utanríkisráðuneytisins er um 36 milljónir króna, eða 80% af kostnaði. Þau 20% sem upp á vantar koma frá frjálsum framlögum sem einstaklingar og fyrirtæki greiða til SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Tógó Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent
Undraverður árangur hefur náðst á skömmum tíma í átaki gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó, verkefni sem fjármagnað er af SOS á Íslandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Verkefnið hófst í mars 2020 og Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS segir að þrátt fyrir hömlur af völdum COVID-19 sé árangurinn framar vonum þegar svo skammt er liðið á verkefnistímann. Hans Steinar segir að fjölmörgum fórnarlömbum kynferðisofbeldis á svæðinu hafi verið hjálpað og þrír nauðgarar hafi verið fangelsaðir samkvæmt nýjustu úttektarskýrslu frá stjórnendum verkefnisins. „Komið hefur í ljós að foreldrar eru illa upplýstir um réttindi barna sinna og gera sér til að mynda ekki grein fyrir því þegar brotið hefur verið á börnunum. Þar af leiðandi er mikill skortur á tilkynningum til lögreglu um misnotkun. Einn af mikilvægust þáttum í verkefninu er vitundarvakning meðal almennings um þær alvarlegu afleiðingar sem kynferðisbrot hafa á þolendur,“ segir hann. Framleiddir voru sex fræðsluþættir fyrir útvarp sem að sögn Hans Steinars hafa náð til margra um hætturnar og þá aðstoð sem er til boða fyrir unga þolendur kynferðisofbeldis. „Þessir þættir fengu mikla hlustun og hafa leitt af sér fleiri tilkynningar um kynferðisbrot.“ Hans Steinar segir að ekki síður mikilvægur þáttur sé að veita fórnarlömbum sálfræðiþjónustu og hjálpa þeim með félagslega þætti við að fara aftur út í samfélagið. Í lok desember hafi fjórtán stúlkum á aldrinum 15-20 ára, sem höfðu hrökklast úr skóla vegna misnotkunar, verið hjálpað á þann hátt. Verkefnið – sem er til þriggja ára - er að fullu fjármagnað frá Íslandi. Styrkur utanríkisráðuneytisins er um 36 milljónir króna, eða 80% af kostnaði. Þau 20% sem upp á vantar koma frá frjálsum framlögum sem einstaklingar og fyrirtæki greiða til SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Tógó Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent