5 dagar í EM: „Húh-ið“ varð heimsfrægt eftir sigurinn ógleymanlega í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2021 12:01 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrir Víkingaklappinu eftir sigurinn á Austurríki á Stade de France í París. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Víkingaklappið var á allra manna vörum eftir eftirminnilegan sigur Íslands á Austurríki í París 22. júní 2016. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016 með 2-1 sigri á Austurríki í lokaleik riðilsins. Arnór Ingi Traustason skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti í blálokin og íslenska liðið hafi tryggt sér óskaleik á móti Englendingum. On this day in 2016, Iceland debuted at Euro 2016 and the world was introduced to the Viking Clap pic.twitter.com/eUhvPe69Gc— B/R Football (@brfootball) June 14, 2019 Eftir leikinn þá steig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fram fyrir hópinn og stýrði sameiginlegu Víkingaklappi íslensku strákanna og fjölmargra Íslendinga sem voru í stúkunni á Stade de France í París. Þetta var mjög áhrifamikil stund enda allir í miklum tilfinningarússibana eftir sögulegt afrek íslenska landsliðsins á sínu fyrsta stórmóti. Það var líka fagnað vel og innilega á Stade de France leikvanginum þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins þar sem lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka. Þessi stund var frábær myndskreyting við árangur Íslands en þessi litla rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi var komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Erlendir fréttamiðlar sýndu húh-ið okkar Íslendinga við hvert tækifæri og það voru ekki margir sem vissu ekki hvað það var. Iceland s Viking Thunder Clap is meant to conjure the spirit of ancient invaders from harsh volcanic lands. But the chant is actually from Scotland. https://t.co/MsoT9KZH63 pic.twitter.com/HF7t4FGblr— The New York Times (@nytimes) June 26, 2018 Aron Einar Gunnarsson sagði við Vísi eftir leikinn að hann myndi aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var líka yfirlýsingaglaður eftir leikinn. „Orðum það þannig. Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina að það sé örugglega vilji nú til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir en ævintýrið var ekki búið enn. 30,000 Iceland fans doing the 'Viking Clap' unbelievable! Almost 10% of their entire population! @TrendinFootball pic.twitter.com/Z1dGjFtQg6— Sanjeev Jasani (@sanjeevjasani) June 16, 2018 Stuðningsmenn íslenska liðsins áttu eftir að fara með Víkingaklappið í sjónvarpsþætti erlendis og fleiri áttu eftir að taka það upp. Eins og var með mexíkönsku bylgjuna á níunda áratugnum þá var íslenska hú-ið orðið hluti af knattspyrnusögunni. Nú er bara spurning hvort einhver þjóð fái Víkingaklappið lánað á Evrópumótinu í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016 með 2-1 sigri á Austurríki í lokaleik riðilsins. Arnór Ingi Traustason skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti í blálokin og íslenska liðið hafi tryggt sér óskaleik á móti Englendingum. On this day in 2016, Iceland debuted at Euro 2016 and the world was introduced to the Viking Clap pic.twitter.com/eUhvPe69Gc— B/R Football (@brfootball) June 14, 2019 Eftir leikinn þá steig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fram fyrir hópinn og stýrði sameiginlegu Víkingaklappi íslensku strákanna og fjölmargra Íslendinga sem voru í stúkunni á Stade de France í París. Þetta var mjög áhrifamikil stund enda allir í miklum tilfinningarússibana eftir sögulegt afrek íslenska landsliðsins á sínu fyrsta stórmóti. Það var líka fagnað vel og innilega á Stade de France leikvanginum þar sem strákarnir okkar sungu með stuðningsmönnum landsliðsins þar sem lagið „Lífið er yndislegt“ með Landi og sonum fékk að hljóma á þjóðarleikvangi Frakka. Þessi stund var frábær myndskreyting við árangur Íslands en þessi litla rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi var komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Erlendir fréttamiðlar sýndu húh-ið okkar Íslendinga við hvert tækifæri og það voru ekki margir sem vissu ekki hvað það var. Iceland s Viking Thunder Clap is meant to conjure the spirit of ancient invaders from harsh volcanic lands. But the chant is actually from Scotland. https://t.co/MsoT9KZH63 pic.twitter.com/HF7t4FGblr— The New York Times (@nytimes) June 26, 2018 Aron Einar Gunnarsson sagði við Vísi eftir leikinn að hann myndi aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var líka yfirlýsingaglaður eftir leikinn. „Orðum það þannig. Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina að það sé örugglega vilji nú til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir en ævintýrið var ekki búið enn. 30,000 Iceland fans doing the 'Viking Clap' unbelievable! Almost 10% of their entire population! @TrendinFootball pic.twitter.com/Z1dGjFtQg6— Sanjeev Jasani (@sanjeevjasani) June 16, 2018 Stuðningsmenn íslenska liðsins áttu eftir að fara með Víkingaklappið í sjónvarpsþætti erlendis og fleiri áttu eftir að taka það upp. Eins og var með mexíkönsku bylgjuna á níunda áratugnum þá var íslenska hú-ið orðið hluti af knattspyrnusögunni. Nú er bara spurning hvort einhver þjóð fái Víkingaklappið lánað á Evrópumótinu í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira