Patrekur: Ég elska handbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júní 2021 20:16 Patrekur Jóhannesson var gríðarlega sáttur í leikslok. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Selfossi í kvöld. Lokatölur 28-30 og Stjörnumenn eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“ Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
„Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00