Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:01 Álfar taka yfir Hellisgerði á sunnudag. Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn. „Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
„Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira