30 milljónir til stríðshrjáðra kvenna og barna í Eþíópíu Heimsljós 8. júní 2021 09:40 UNFPA hefur starfað í Eþíópíu um árabil og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigðis- og neyðarþjónustu fyrir konur og stúlkur. UNFPA Ethiopia/Salwa Moussa Mannskæð átök hafa staðið yfir í Tigray-héraði í Eþíópíu í hálft ár. Milljónir þurfa daglega mannúðaraðstoð. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 30 milljónum króna til að bregðast við ákalli Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) vegna mannskæðra átaka í Tigray-héraði í Eþíópíu. Átökin hafa nú staðið yfir í hálft ár og hafa þúsundir dáið og milljónir borgara hrakist frá heimkynnum sínum. Talið er að rúmlega fimm milljónir manna þurfi daglega mannúðaraðstoð. Konur og stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Kynbundið ofbeldi hefur aukist til muna í kjölfar átakanna og hundruð þúsunda kvenna og stúlkna búa við skort á nauðsynlegri vernd og þjónustu. Hefur framkvæmdastjóri UNFPA, Natalia Kanem, lýst þungum áhyggjum ástandinu, þar með talið á skorti á lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Þannig geta aðeins sex prósent heilbrigðisstofnana á svæðinu sinnt fæðingarþjónustu í bráðatilfellum. UNFPA hefur starfað í landinu um árabil og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigðis- og neyðarþjónustu fyrir konur og stúlkur. Stofnunin annast mæðravernd og fæðingaraðstoð og sérhæfir sig í þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis í vopnuðum átökum. Ísland hefur stutt UNFPA í fjölda ára, en starfsvið stofnunarinnar tengist áherslum Íslands á sviði jafnréttismála í mannúðarstarfi og þróunarsamvinnu. UNFPA er áherslustofnun í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 30 milljónum króna til að bregðast við ákalli Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) vegna mannskæðra átaka í Tigray-héraði í Eþíópíu. Átökin hafa nú staðið yfir í hálft ár og hafa þúsundir dáið og milljónir borgara hrakist frá heimkynnum sínum. Talið er að rúmlega fimm milljónir manna þurfi daglega mannúðaraðstoð. Konur og stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Kynbundið ofbeldi hefur aukist til muna í kjölfar átakanna og hundruð þúsunda kvenna og stúlkna búa við skort á nauðsynlegri vernd og þjónustu. Hefur framkvæmdastjóri UNFPA, Natalia Kanem, lýst þungum áhyggjum ástandinu, þar með talið á skorti á lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Þannig geta aðeins sex prósent heilbrigðisstofnana á svæðinu sinnt fæðingarþjónustu í bráðatilfellum. UNFPA hefur starfað í landinu um árabil og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigðis- og neyðarþjónustu fyrir konur og stúlkur. Stofnunin annast mæðravernd og fæðingaraðstoð og sérhæfir sig í þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis í vopnuðum átökum. Ísland hefur stutt UNFPA í fjölda ára, en starfsvið stofnunarinnar tengist áherslum Íslands á sviði jafnréttismála í mannúðarstarfi og þróunarsamvinnu. UNFPA er áherslustofnun í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent