ÍBV áminnt vegna andstyggilegra hrópa Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 14:02 Stuðningsmenn ÍBV hrópuðu á Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson og færðu sig í seinni hálfleik til að geta truflað þá í sóknarleiknum. Stöð 2 Sport „Það er ólíðandi að leikmenn og fjölskyldur þurfi að sitja undir svona á leikjum. Það getur ekki gengið upp til lengdar,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um hegðun stuðningsmannahóps ÍBV á leikjum við FH. Mótanefnd HSÍ veitti handknattleiksdeild ÍBV í dag áminningu vegna hegðunar stuðningsmanna á seinni leiknum við FH í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla, í Kaplakrika síðasta fimmtudag. Þar tryggði ÍBV sér sigur í einvíginu með hádramatískum hætti og komst í undanúrslit sem hefjast í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Val. Áminningin er að hluta til vegna þess að Hvítu riddararnir, stuðningsmannakjarni ÍBV, kölluðu ljót orð að leikmönnum FH. Þeir beindu andstyggilegu orðavali sínu sérstaklega að Einari Rafni Eiðssyni og Arnari Frey Ársælssyni. „Er bara virkilega þakklát fyrir að dóttir okkar sé ekki nógu stór til að skilja þegar unglingsstrákar/fullorðnir menn öskra „Einar er aumingi“ frá upphitun til enda leiks,“ skrifaði Unnur Ómarsdóttir, kærasta Einars Rafns og handboltakona, á Instagram. Óboðleg orðræða og auglýsingaskiltum hent um koll Handknattleiksdeild ÍBV slapp við sekt að þessu sinni en í fyrra fékk hún 150 þúsund króna sekt vegna stuðningsmanna sem mættu með útprentaðar myndir af mæðrum leikmanna FH á bikarleik liðanna, og voru svo með læti fyrir utan búningsklefa liðsins. Nú var áminning þó látin duga en Róbert segir ljóst að gripið verði til harðari aðgerða ef níðingsskapur stuðningsmannanna heldur áfram í leikjunum við Val: „Það eru tvö atriði þarna sem við lítum alvarlegum augum. Annars vegar ruddust þeir að auglýsingaskiltum og hentu þeim um koll, í fyrri hálfleik. Hins vegar var það svo óboðleg orðræða gagnvart leikmönnum FH,“ segir Róbert. Stoppaðir í Eyjum en héldu svo áfram í Kaplakrika Róbert var á báðum leikjum ÍBV og FH í 8-liða úrslitunum og heyrði þegar Hvítu riddararnir hófu að ausa fúkyrðum yfir Einar Rafn og Arnar Frey í fyrri leiknum í Vestmannaeyjum: „Gæslumenn ÍBV og formaður brugðust strax við þá og stoppuðu hópinn. Þetta var í byrjun leiks en svo ekki söguna meir. Mjög vel gert hjá Eyjamönnum að taka á sínu fólki og þetta hafði ekki eftirmála. En steininn tók úr í seinni leiknum þar sem að þetta byrjaði aftur og var einnig undir lok leiks. Úr því að þeir bættu ekki úr sinni hegðun á milli leikja var ekki annað í stöðunni en að málið færi í formlegt ferli innan mótanefndar. Ef að það verður ekki bót á þá verður gripið til harkalegri aðgerða strax í kjölfarið. Viðurlögin stigmagnast bara og við höfum alls konar úrræði. Það er hægt að áminna, sekta og jafnvel fara með þetta til aganefndar og refsa með heimaleikjabanni. Sá möguleiki er alveg til staðar í okkar regluverki. Það á enginn að þurfa að sitja undir svona. Við erum íþróttahreyfing og sinnum forvarnastarfi, og þetta er ekki í samræmi við nein gildi eða siðareglur sem við setjum okkur,“ segir Róbert. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Óttast ekki sama níðingsskap gegn Val Davíð Þór Óskarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, kveðst sjálfur hafa mætt á æfingar yngri flokka félagsins, þar sem margir af Hvítu riddurunum eru, og rætt við þá um málið. Eyjamenn vilji vera þekktir fyrir mikið stuð og stemningu, og Hvítu riddararnir séu ómissandi í því, en enginn vilji hins vegar heyra neitt í líkingu við þann munnsöfnuð sem notaður var á leikjunum við FH. Davíð segist alls ekki óttast að eitthvað þessu líkt verði uppi á teningnum í Eyjum í kvöld, þegar einvígið við Val hefst. Í liði Vals eru þrír fyrrverandi leikmenn ÍBV, þeir Agnar Smári Jónsson, Róbert Aron Hostert og Eyjamaðurinn Vignir Stefánsson, en Davíð á ekki von á öðru en að þeim verði vel tekið og að stuðningsmenn einbeiti sér að því að búa til góða stemningu. Stór löstur á góðri stuðningsmannasveit „Við höfum átt mikil samskipti við ÍBV eftir síðasta leik,“ segir Róbert. „Ég upplifi það að forsvarsmenn ÍBV vilji þetta ekki og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Ég hef heldur enga trú á því að þegar áhorfendur setjast niður og líta til baka, að þetta sé eitthvað sem að þeir vilji standa fyrir. Ég hef fulla trú á að leikurinn í kvöld verði hin mesta skemmtun og að áhorfendur hagi sér vel og styðji sitt lið með háttvísi í huga. Við viljum stemningu, það mega vera læti, en ekki svona. Þetta er allt of mikið. Sem betur fer hef ég ekki fengið nein önnur svona mál inn á borð til mín í vetur. Eins skemmtileg og góð stuðningsmannasveit og Hvítu riddararnir eru þá er þetta stór löstur á þeim að hegða sér svona. Þeir hafa gefið úrslitakeppninni okkar mikinn lit í gegnum tíðina en það sem við leggjum upp með og viljum sjá er háttvísi. Þú átt að styðja þitt lið en ekki rakka niður andstæðinginn,“ segir Róbert. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Mótanefnd HSÍ veitti handknattleiksdeild ÍBV í dag áminningu vegna hegðunar stuðningsmanna á seinni leiknum við FH í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla, í Kaplakrika síðasta fimmtudag. Þar tryggði ÍBV sér sigur í einvíginu með hádramatískum hætti og komst í undanúrslit sem hefjast í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Val. Áminningin er að hluta til vegna þess að Hvítu riddararnir, stuðningsmannakjarni ÍBV, kölluðu ljót orð að leikmönnum FH. Þeir beindu andstyggilegu orðavali sínu sérstaklega að Einari Rafni Eiðssyni og Arnari Frey Ársælssyni. „Er bara virkilega þakklát fyrir að dóttir okkar sé ekki nógu stór til að skilja þegar unglingsstrákar/fullorðnir menn öskra „Einar er aumingi“ frá upphitun til enda leiks,“ skrifaði Unnur Ómarsdóttir, kærasta Einars Rafns og handboltakona, á Instagram. Óboðleg orðræða og auglýsingaskiltum hent um koll Handknattleiksdeild ÍBV slapp við sekt að þessu sinni en í fyrra fékk hún 150 þúsund króna sekt vegna stuðningsmanna sem mættu með útprentaðar myndir af mæðrum leikmanna FH á bikarleik liðanna, og voru svo með læti fyrir utan búningsklefa liðsins. Nú var áminning þó látin duga en Róbert segir ljóst að gripið verði til harðari aðgerða ef níðingsskapur stuðningsmannanna heldur áfram í leikjunum við Val: „Það eru tvö atriði þarna sem við lítum alvarlegum augum. Annars vegar ruddust þeir að auglýsingaskiltum og hentu þeim um koll, í fyrri hálfleik. Hins vegar var það svo óboðleg orðræða gagnvart leikmönnum FH,“ segir Róbert. Stoppaðir í Eyjum en héldu svo áfram í Kaplakrika Róbert var á báðum leikjum ÍBV og FH í 8-liða úrslitunum og heyrði þegar Hvítu riddararnir hófu að ausa fúkyrðum yfir Einar Rafn og Arnar Frey í fyrri leiknum í Vestmannaeyjum: „Gæslumenn ÍBV og formaður brugðust strax við þá og stoppuðu hópinn. Þetta var í byrjun leiks en svo ekki söguna meir. Mjög vel gert hjá Eyjamönnum að taka á sínu fólki og þetta hafði ekki eftirmála. En steininn tók úr í seinni leiknum þar sem að þetta byrjaði aftur og var einnig undir lok leiks. Úr því að þeir bættu ekki úr sinni hegðun á milli leikja var ekki annað í stöðunni en að málið færi í formlegt ferli innan mótanefndar. Ef að það verður ekki bót á þá verður gripið til harkalegri aðgerða strax í kjölfarið. Viðurlögin stigmagnast bara og við höfum alls konar úrræði. Það er hægt að áminna, sekta og jafnvel fara með þetta til aganefndar og refsa með heimaleikjabanni. Sá möguleiki er alveg til staðar í okkar regluverki. Það á enginn að þurfa að sitja undir svona. Við erum íþróttahreyfing og sinnum forvarnastarfi, og þetta er ekki í samræmi við nein gildi eða siðareglur sem við setjum okkur,“ segir Róbert. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Óttast ekki sama níðingsskap gegn Val Davíð Þór Óskarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, kveðst sjálfur hafa mætt á æfingar yngri flokka félagsins, þar sem margir af Hvítu riddurunum eru, og rætt við þá um málið. Eyjamenn vilji vera þekktir fyrir mikið stuð og stemningu, og Hvítu riddararnir séu ómissandi í því, en enginn vilji hins vegar heyra neitt í líkingu við þann munnsöfnuð sem notaður var á leikjunum við FH. Davíð segist alls ekki óttast að eitthvað þessu líkt verði uppi á teningnum í Eyjum í kvöld, þegar einvígið við Val hefst. Í liði Vals eru þrír fyrrverandi leikmenn ÍBV, þeir Agnar Smári Jónsson, Róbert Aron Hostert og Eyjamaðurinn Vignir Stefánsson, en Davíð á ekki von á öðru en að þeim verði vel tekið og að stuðningsmenn einbeiti sér að því að búa til góða stemningu. Stór löstur á góðri stuðningsmannasveit „Við höfum átt mikil samskipti við ÍBV eftir síðasta leik,“ segir Róbert. „Ég upplifi það að forsvarsmenn ÍBV vilji þetta ekki og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Ég hef heldur enga trú á því að þegar áhorfendur setjast niður og líta til baka, að þetta sé eitthvað sem að þeir vilji standa fyrir. Ég hef fulla trú á að leikurinn í kvöld verði hin mesta skemmtun og að áhorfendur hagi sér vel og styðji sitt lið með háttvísi í huga. Við viljum stemningu, það mega vera læti, en ekki svona. Þetta er allt of mikið. Sem betur fer hef ég ekki fengið nein önnur svona mál inn á borð til mín í vetur. Eins skemmtileg og góð stuðningsmannasveit og Hvítu riddararnir eru þá er þetta stór löstur á þeim að hegða sér svona. Þeir hafa gefið úrslitakeppninni okkar mikinn lit í gegnum tíðina en það sem við leggjum upp með og viljum sjá er háttvísi. Þú átt að styðja þitt lið en ekki rakka niður andstæðinginn,“ segir Róbert. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira