Leikmenn smitaðir í liðum sem eiga að mætast á EM á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 08:01 Dejan Kulusevski og Diego Llorente missa af leiknum mikilvæga á milli Svíþjóðar og Spánar á mánudagskvöld. Samsett/Getty Spánn og Svíþjóð eiga að mætast í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta á mánudagskvöld í Sevilla. Nú hafa tvö kórónuveirusmit greinst hjá hvoru liði. Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira