Lage var síðast stjóri Benfica í Portúgal og Úlfarnir verða áfram með portúgalskan stjóra líkt og síðustu fjögur ár undir stjórn Nuno.
Lage er 45 ára gamall og tók við Benfica í janúar 2019. Hann vann portúgalska meistaratitilinn á fyrsta tímabili sínu með liðið en félagið lét hann fara síðasta sumar.
Introducing our new head coach.#WelcomeBruno
— Wolves (@Wolves) June 9, 2021
pic.twitter.com/Z8V26Vpte2
Úlfarnir náðu undir stjórn Nuno að komast upp úr næstefstu deild árið 2018 og náðu sæti í Evrópudeild fyrstu tvö árin í úrvalsdeildinni. Í vor endaði liðið hins vegar aðeins í 13. sæti og Nuno hætti því samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hans og félagsins, eins og það var orðað í yfirlýsingu.