Ákveðin framleiðslulota bjórsins The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA var innkölluð í síðustu viku af sömu ástæðu, að umbúðirnar gætu bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.
Í tilkynningu frá Vínbúðinni segir að innköllunin á Benchwarmers Citra Smash miðist eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021.
„Á dós er strikamerki 735009942004 og á kassa sem geymir 24 áldósir er strikamerki 7350099424960.
Varan hefur verið fjarlægð úr hillum Vínbúða. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndum “best fyrir” dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.
Innflytjandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: DHJ ehf., Brekkubyggð 33, Garðabæ.
Varan hefur verið seld í 10 vínbúðum ÁTVR: Kringlunni, Heiðrúnu, Skútuvogi, Skeifunni, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akureyri,“ segir í tilkynningunni.