Tíu minna þekktar reglur EM: Vító í riðlakeppni, verða að muna eftir vegabréfi og 40 gullverðlaun Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 13:01 Liðslæknir er einn af sex starfsmönnum sem fær að vera á bekknum hjá heimsmeisturum Frakka á EM. EPA-EFE/CHRISTOPHE Flestir ættu að vita að á EM í fótbolta spila 24 lið, í sex riðlum. Sextán þeirra komast áfram í útsláttarkeppnina og eitt lið stendur að lokum uppi sem Evrópumeistari. UEFA hefur hins vegar tekið saman tíu reglur sem færri þekkja og bendir á að opinberar reglur EM séu raktar í 19.000 orðum á yfir 70 blaðsíðum. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli á EM, samtals 12 lið, en auk þess komast fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti áfram í 16-liða úrslitin. Við skulum hins vegar skoða þær tíu reglur sem UEFA telur að færri þekki: 1) Evrópumeistararnir fá ekki bikarinn Verðlaunagripurinn á EM heitir Henri Delaunay bikarinn. Sigurliðið fær ekki að taka hann með sér heim heldur aðeins eftirlíkingu. Upprunalega útgáfan verður áfram í vörslu UEFA. Eftirlíkingin má svo ekki fara úr landi Evrópumeistaranna nema með skriflegu leyfi UEFA. Sigurvegararnir á EM fá 40 gullmedalíur til að dreifa á milli leikmanna og starfsliðs, og tapliðið í úrslitaleiknum fær 40 silfurmedalíur. Ekki er leikið um bronsverðlaun á EM. 2) Vítakeppni í riðlakeppni Ef að tvö lið verða nákvæmlega jöfn að stigum í riðlakeppninni, með nákvæmlega sömu markatölu, og gera jafntefli í sínum leik, þurfa þau að útkljá málin í vítaspyrnukeppni til að finna út hvort þeirra endar ofar. Þetta hefur aldrei gerst á EM karla en minnstu munaði árið 2008 þegar Tékkland og Tyrkland voru jöfn, og Tyrkir jöfnuðu metin í leik liðanna þegar þrjár mínútur voru eftir. Nihat Kahveci náði hins vegar að tryggja Tyrkjum sigur með sínu öðru marki á 89. mínútu. 3) Ekki byrjað aftur frá byrjun Ef að leikur getur ekki hafist eða ef ekki tekst að ljúka honum skal klára leikinn næsta dag, helst á sama velli. Ef leikurinn var byrjaður þá verður honum haldið áfram frá þeirri mínútu sem hann var stöðvaður. Liðin geta skipt út leikmönnum yfir nóttina en mega þó ekki setja inn í liðið leikmenn sem hafa fengið rautt spjald eða var skipt af velli áður en leikurinn var stöðvaður. 4) Fjölgað um þrjá vegna Covid Leikmannahópar landsliðanna á EM telja í þetta sinn 26 manns, svo betur sé hægt að bregðast við kórónuveirusmitum. Hins vegar má bara velja 23 leikmenn í hópinn fyrir hvern leik, svo þrír standa utan hóps hverju sinni. Hægt er að skipta leikmönnum út úr 26 manna hópnum ef ástæðan er Covid, fram að fyrsta leik. Luis Enrique, þjálfari Spánverja, er eini þjálfarinn sem nýtti sér ekki að geta valið 26 manna hóp heldur valdi 24 manna hóp. Ofan á það hafa svo tveir leikmenn spænska liðsins greinst með kórónuveirusmit.EPA/Rodrigo Jimenez Vegna faraldursins má hvort lið gera fimm skiptingar (en þó aðeins stöðva leikinn þrisvar til að gera skiptingar), og ein skipting bætist við ef framlengja þarf leikinn. 5) Mega ekki mæta of seint Keppnisliðin þurfa að vera mætt á leikvanginn að minnsta kosti 75 mínútum fyrir leik og þá þarf líka að vera búið að skila inn upplýsingum um byrjunarlið. Liðin fá að vita nákvæmlega hvenær þau mega hita upp og hvenær þau eiga að vera tilbúin að labba inn á völlinn til að hefja leik. Hver þjóðsöngur má að hámarki vera 90 sekúndur. 6) Munið eftir vegabréfunum Þó að mörg lið séu á heimavelli á EM að þessu sinni þurfa allir leikmenn að hafa með sér vegabréf í hvern einasta leik. Annars fá þeir ekki að spila. 7) Enginn með hærra númer en 26 Hver leikmaður klæðist treyju með númerinu 1-26 á bakinu. Leikmaður númer 1 verður að vera markvörður. Hvert lið þarf líka að vera með tvær númerslausar markmannstreyjur til taks ef ske kynni að útileikmaður þyrfti að bregða sér í markið. 8) Átján manns á bekknum Hvert lið má vera með 18 manns á varamannabekknum. Þar af eru 12 leikmenn en einnig verður að vera einn læknir til taks. Bil þarf að vera á milli sæta og því munu einhverjir þurfa að sitja fyrir aftan hinn hefðbundna varamannabekk. 9) Verða að ræða við fjölmiðla Samkvæmt reglum mótsins verða þjálfarar og einn leikmaður úr hvoru liði að mæta í viðtal við sjónvarpsrétthafa strax eftir leik. Að minnsta kosti fjórir leikmenn sem gegndu lykilhlutverki í leiknum, frá hvoru liði, þurfa svo að mæta í stutt viðtöl innan við korteri eftir að leik lýkur. Þá verður boðið upp á svokallað „mixed zone“ þar sem þjálfari og leikmaður ræðir við blaðamenn en vegna Covid verður það í gegnum tölvu. 10) Heitir EM 2020 en er spilað 2021 Mótið sem hefst á morgun heitir „Lokakeppni Evrópumóts UEFA í fótbolta 2018-20“. Mótið er einnig kallað UEFA EM 2020 eða bara EM 2020, þó að eðlilegra væri að kalla það EM 2021 eftir að því var frestað um eitt ár. Þetta er sextánda lokakeppni EM en sautjánda mótið verður í Þýskalandi árið 2024. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
UEFA hefur hins vegar tekið saman tíu reglur sem færri þekkja og bendir á að opinberar reglur EM séu raktar í 19.000 orðum á yfir 70 blaðsíðum. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli á EM, samtals 12 lið, en auk þess komast fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti áfram í 16-liða úrslitin. Við skulum hins vegar skoða þær tíu reglur sem UEFA telur að færri þekki: 1) Evrópumeistararnir fá ekki bikarinn Verðlaunagripurinn á EM heitir Henri Delaunay bikarinn. Sigurliðið fær ekki að taka hann með sér heim heldur aðeins eftirlíkingu. Upprunalega útgáfan verður áfram í vörslu UEFA. Eftirlíkingin má svo ekki fara úr landi Evrópumeistaranna nema með skriflegu leyfi UEFA. Sigurvegararnir á EM fá 40 gullmedalíur til að dreifa á milli leikmanna og starfsliðs, og tapliðið í úrslitaleiknum fær 40 silfurmedalíur. Ekki er leikið um bronsverðlaun á EM. 2) Vítakeppni í riðlakeppni Ef að tvö lið verða nákvæmlega jöfn að stigum í riðlakeppninni, með nákvæmlega sömu markatölu, og gera jafntefli í sínum leik, þurfa þau að útkljá málin í vítaspyrnukeppni til að finna út hvort þeirra endar ofar. Þetta hefur aldrei gerst á EM karla en minnstu munaði árið 2008 þegar Tékkland og Tyrkland voru jöfn, og Tyrkir jöfnuðu metin í leik liðanna þegar þrjár mínútur voru eftir. Nihat Kahveci náði hins vegar að tryggja Tyrkjum sigur með sínu öðru marki á 89. mínútu. 3) Ekki byrjað aftur frá byrjun Ef að leikur getur ekki hafist eða ef ekki tekst að ljúka honum skal klára leikinn næsta dag, helst á sama velli. Ef leikurinn var byrjaður þá verður honum haldið áfram frá þeirri mínútu sem hann var stöðvaður. Liðin geta skipt út leikmönnum yfir nóttina en mega þó ekki setja inn í liðið leikmenn sem hafa fengið rautt spjald eða var skipt af velli áður en leikurinn var stöðvaður. 4) Fjölgað um þrjá vegna Covid Leikmannahópar landsliðanna á EM telja í þetta sinn 26 manns, svo betur sé hægt að bregðast við kórónuveirusmitum. Hins vegar má bara velja 23 leikmenn í hópinn fyrir hvern leik, svo þrír standa utan hóps hverju sinni. Hægt er að skipta leikmönnum út úr 26 manna hópnum ef ástæðan er Covid, fram að fyrsta leik. Luis Enrique, þjálfari Spánverja, er eini þjálfarinn sem nýtti sér ekki að geta valið 26 manna hóp heldur valdi 24 manna hóp. Ofan á það hafa svo tveir leikmenn spænska liðsins greinst með kórónuveirusmit.EPA/Rodrigo Jimenez Vegna faraldursins má hvort lið gera fimm skiptingar (en þó aðeins stöðva leikinn þrisvar til að gera skiptingar), og ein skipting bætist við ef framlengja þarf leikinn. 5) Mega ekki mæta of seint Keppnisliðin þurfa að vera mætt á leikvanginn að minnsta kosti 75 mínútum fyrir leik og þá þarf líka að vera búið að skila inn upplýsingum um byrjunarlið. Liðin fá að vita nákvæmlega hvenær þau mega hita upp og hvenær þau eiga að vera tilbúin að labba inn á völlinn til að hefja leik. Hver þjóðsöngur má að hámarki vera 90 sekúndur. 6) Munið eftir vegabréfunum Þó að mörg lið séu á heimavelli á EM að þessu sinni þurfa allir leikmenn að hafa með sér vegabréf í hvern einasta leik. Annars fá þeir ekki að spila. 7) Enginn með hærra númer en 26 Hver leikmaður klæðist treyju með númerinu 1-26 á bakinu. Leikmaður númer 1 verður að vera markvörður. Hvert lið þarf líka að vera með tvær númerslausar markmannstreyjur til taks ef ske kynni að útileikmaður þyrfti að bregða sér í markið. 8) Átján manns á bekknum Hvert lið má vera með 18 manns á varamannabekknum. Þar af eru 12 leikmenn en einnig verður að vera einn læknir til taks. Bil þarf að vera á milli sæta og því munu einhverjir þurfa að sitja fyrir aftan hinn hefðbundna varamannabekk. 9) Verða að ræða við fjölmiðla Samkvæmt reglum mótsins verða þjálfarar og einn leikmaður úr hvoru liði að mæta í viðtal við sjónvarpsrétthafa strax eftir leik. Að minnsta kosti fjórir leikmenn sem gegndu lykilhlutverki í leiknum, frá hvoru liði, þurfa svo að mæta í stutt viðtöl innan við korteri eftir að leik lýkur. Þá verður boðið upp á svokallað „mixed zone“ þar sem þjálfari og leikmaður ræðir við blaðamenn en vegna Covid verður það í gegnum tölvu. 10) Heitir EM 2020 en er spilað 2021 Mótið sem hefst á morgun heitir „Lokakeppni Evrópumóts UEFA í fótbolta 2018-20“. Mótið er einnig kallað UEFA EM 2020 eða bara EM 2020, þó að eðlilegra væri að kalla það EM 2021 eftir að því var frestað um eitt ár. Þetta er sextánda lokakeppni EM en sautjánda mótið verður í Þýskalandi árið 2024. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira