Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2021 10:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt Elínu Mettu Jensen og Sveindísi Jane Jónsdóttir. Dagný skoraði þriðja mark Íslands í gær. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands. Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2021 í Englandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira